fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Kristján kallar Guðmund Andra hlýðinn rakka – Fær ekki lengur að yrkja fyrir þingmenn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérkennileg deila er sprottin upp á milli vísnaskáldsins Kristján Hreinssonar og þingmanns Samfylkingarinnar, rithöfundarins Guðmundar Andra Thorssonar. Kristján fer hörðum orðum um Guðmund Andra, sem og þingheim allan, í grein í Fréttablaðinu, en Guðmundur segir í svari sínu að Kristján sé argur yfir því að hafa aldrei fengið að yrkja vísur fyrir Guðmund fyrir þingveislur. Þessi sérkennilega deila snýst því öðrum þræði um vísnagerð.

Kristján segir í upphafi greinar sinnar:

„Hér vil ég strax taka það fram að álit mitt á Alþingi Íslendinga er í dag minna en nokkru sinni fyrr. Og var það þó afar takmarkað frá fyrstu tíð. Ég hef jafnan séð obba þingmanna sem meðalskussa sem ramba borubrattir inn á þing, læra þar að þiggja bitlinga og fara svo eftir þingsetu ýmist í störf á vegum stjórnvalda eða á atvinnuleysisbætur, þar eð þeir hafa sýnt af sér þann þokka sem fæstir vilja tengja sig við.“

Kristján segir síðan frá því að hann hafi lengi fengist við að liðsinna þingmönnum við að yrkja vísur fyrir þingveislur en þar tala þingmenn bara í bundnu máli. Núna virðist Kristján hins vegar ekki lengur vera í náðinni sem þingmannaskáld:

„Í seinni tíð er sjaldgæft að þingmenn biðji um liðveislu mína. En skýringarinnar er mér sagt að sé að leita í því að ég hef verið of sannorður í skrifum mínum um þingheim. Þó gerðist það að ónafngreind þingkona úr röðum stjórnarandstöðunnar leitaði til mín fyrir ekki svo alltof löngu. Hún vildi fá mig til að yrkja fyrir sig efni sem hún ætlaði að flytja í þingveislu. Ég sagðist geta það. En þegar gagnrýni mín og viðleitni til að segja sannleikann var rædd, þótti konunni sem ég færi yfir strikið. Hún sagði mér að þetta ætti allt að vera bara vingjarnlegt grín. Hún sagði mér reyndar að staðan væri jafnan sú, að á Alþingi væru allir þingmenn vinir.

Þegar þessi augljósa staðreynd kom upp úr hatti þingkonunnar, var ljóst að minnar aðstoðar myndi ekki vera óskað.“

Kristján segist lengi hafa verið mjög hrifinn af Guðmundi Andra Thorssyni vegna beittra skrifa hans um þjóðfélagsmál. Kristján hafi því viljað fá Guðmund Andra inn á þing. Hann hafi hins vegar orðið fyrir miklum vonbrigðum og hann gefur þingmennsku rithöfundarins þessa einkunn:

„En núna er hann á þingi og þar er hann innmúraður þagnarmeistari, rétt einsog allir hinir hlýðnu rakkarnir.“

Guðmundur Andri: „Ég stend annars alveg á gati gagnvart grein Kristjáns“

Guðmundur Andri er undrandi á skrifum Kristjáns og fer yfir þau í stuttum pistli á Facebook. Sjálfur segist hann aldrei hafa leitað aðstoðar Kristjáns við vísnagerð og það kunni að hafa komið honum í ónáð. Í lokin svarar hann skrifum skáldsins með vísu:

„Kristján Hreinsson skrifaði grein í dag í Fréttablaðið um að ég sé þægur rakki sem hlýði einhverjum herrum og sé þagnarmeistari – og ég veit ekki hvað. Svona gengur það til í pólitíkinni, maður er ýmist oflofaður eða oflastaður. Kristján tekur rækilega fram í byrjun að sér sé mjög í nöp við þingið og þingmenn og samkvæmt greininni virðist ein rót andúðar Kristjáns á þinginu að hann hafi fengið fáar beiðnir um liðveislu við vísnagerð í þingveislum undanfarið, en eins og kunnugt er eiga þingmenn þar að tala eingöngu í bundnu máli. Sjálfur hef ég alveg sérstaklega ekki leitað eftir hjálp Kristjáns við að banga saman vísum við slík tilefni, kannski unnið mér það til óhelgi, veit það ekki. Hann virðist hins vegar ekki vita að engin þingveisla var haldin á árinu vegna þess að verkföll voru þá yfirvofandi og ekki þótti við hæfi að þingmenn væru að gera sér glaðan dag við slíkar aðstæður. Ég stend annars alveg á gati gagnvart grein Kristjáns – eða, svo ég orði það í fjórum línum:

Á þinginu er alltaf til einhvers að hlakka
á allskonar meðulum fæ ég að smakka
Hann Kristján nú auðsveipan kallar mig rakka
það kann ég, sem vert væri, ekki að þakka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár