fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Bjarni tjáir sig um skipan nýs dómsmálaráðherra – „Sigríður hefur notið fulls trausts frá mér“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kastljósi í kvöld var Bjarni Ben spurður út í það hver yrði næsti dómsmálaráðherra en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur gegnt embættinu eftir að Sigríður Á. Andersen sagði af sér. 

Afsögn Sigríðar kom í kjölfar þeirra lögbrota sem hún framdi við skipan dómara í hæstarétt en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því að dómaraskipan hennar braut gegn 6. grein mannréttindasáttmálans.

Þegar Bjarni var spurður í Kastljósi hvort Þórdís Kolbrún myndi halda áfram að gegna embætti dómsmálaráðherra sagðist hann ekki gera ráð fyrir því.

„Það er auðvitað eitt af því sem kom til álita en Þórdís er að sinna öðrum málaflokki sem hún hefur áhuga á að fylgja betur eftir, þannig ég er ekki að gera ráð fyrir því nei.“

Bjarni segist hafa ákveðið að gefa sér þann tíma sem þessar aðstæður kölluðu á og hlusta á bæði flokksmenn Sjálfstæðisflokksins og þingflokkinn.

„Það hastaði ekkert að setja nýja manneskju inn í ráðuneytið en ég hyggst gera tillögu í þingflokknum um nýjan dómsmálaráðherra áður en nýtt þing hefst núna í september og það væri þá hægt að nýta ríkisráðsfundinn til þess að klára formlegheitin í því efni.“

Bjarni segist ekki ætla að leita út fyrir þingflokkinn að nýjum dómsmálaráðherra.

„Ég er ekki að velta því fyrir mér ef ég á að segja alveg eins og er. Ég tel það geta verið réttlætanlegt við ákveðnar aðstæður að gera slíkt en mér finnst engin ástæða að leita út fyrir raðir þingflokksins núna.“

Bjarni sagði á fundi Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkrum dögum að það væri sjálfsagt að Sigríður fái aftur sæti í ríkisstjórn

„Það er bara engin spurning að hún getur átt endurkomu í ríkisstjórn, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það.“

Aðspurður um málið í Kastljósi kvöldsins segir Bjarni að Sigríður njóti trausts hjá honum. 

„Sigríður hefur notið fulls trausts frá mér. Ég hef gert tillögu um að hún verði ráðherra í tvígang og hún er einn af okkar öflugustu þingmönnum þannig að það er ekkert sem hefur komið upp á sem kemur í veg fyrir það að hún geti orðið ráðherra aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár