fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Lilja skilgreinir Flatey sem verndarsvæði í byggð

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 14:30

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Tryggi Harðarson sveitarstjóri Reykhólahrepps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorpið í Flatey hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þá ákvörðun, að fenginni tillögu Reykhólahrepps og umsögn Minjastofnunar Íslands, í heimsókn sinni þangað um liðna helgi. Markmið með slíkri ákvörðun er að stuðla að verndun sögulegrar byggðar. Um er að ræða þorpið sjálft, mýrar, strönd og svæði umhverfis Flateyjarkirkju.

Í tillögu Reykhólahrepps kemur meðal annars fram að byggð í Flatey beri vitni um ríka virðingu fyrir menningarverðmætum og lífríki og að vandað sé til viðhalds húsa, minja og landslags út frá varðveislugildi en um leið leitast við að styðja við samfélag eyjarinnar. Unnið verði að því að vernda og styrkja svipmót byggðarinnar og viðhalda byggingarlistarlegu og menningarsögulegu gildi hennar, ásamt samspili við einstaka náttúru og landslag.

,,Byggðin í Flatey er merkileg fyrir ýmsar sakir. Með verndarsvæðinu er stuðlað að verndun og viðhaldi einstakra húsa sem hér eru sem og þorpsins í heild, ásamt því að tryggja vernd einstakrar náttúru og landslags. Ég óska samfélaginu í Flatey til hamingju með þennan áfanga,’’ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG