fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Lilja skilgreinir Flatey sem verndarsvæði í byggð

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 14:30

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Tryggi Harðarson sveitarstjóri Reykhólahrepps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorpið í Flatey hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þá ákvörðun, að fenginni tillögu Reykhólahrepps og umsögn Minjastofnunar Íslands, í heimsókn sinni þangað um liðna helgi. Markmið með slíkri ákvörðun er að stuðla að verndun sögulegrar byggðar. Um er að ræða þorpið sjálft, mýrar, strönd og svæði umhverfis Flateyjarkirkju.

Í tillögu Reykhólahrepps kemur meðal annars fram að byggð í Flatey beri vitni um ríka virðingu fyrir menningarverðmætum og lífríki og að vandað sé til viðhalds húsa, minja og landslags út frá varðveislugildi en um leið leitast við að styðja við samfélag eyjarinnar. Unnið verði að því að vernda og styrkja svipmót byggðarinnar og viðhalda byggingarlistarlegu og menningarsögulegu gildi hennar, ásamt samspili við einstaka náttúru og landslag.

,,Byggðin í Flatey er merkileg fyrir ýmsar sakir. Með verndarsvæðinu er stuðlað að verndun og viðhaldi einstakra húsa sem hér eru sem og þorpsins í heild, ásamt því að tryggja vernd einstakrar náttúru og landslags. Ég óska samfélaginu í Flatey til hamingju með þennan áfanga,’’ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár