fbpx
Fimmtudagur 30.mars 2023
Eyjan

Fyrirhuguð mótmæli vegna komu Mike Pence

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 12:21

Mike Pence.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök hernaðarandstæðinga ráðgera mótmæli vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, hingað til lands þann 4. september næstkomandi. Telja samtökin að Pence sé fulltrúi ríkisstjórnar sem grefur undan friði auk þess sem hann hafi snúist gegn réttindum hinseginfólks og kvenna. Fréttatilkynning samtakanna um málið er eftirfarandi:

„Tilkynnt hefur verið um opinbera heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands þann 4. september næstkomandi. Pence er fulltrúi ríkisstjórnar sem rift hefur mikilvægum afvopnunarsamningum, blásið til vígbúnaðarkapphlaups og róið undir stríðsátökum víða um lönd. Bandaríkjastjórn hefur sagt sig frá Parísarsamkomulaginu og innan Hvíta hússins eru ráðandi öfl sem hafna tilvist loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Pence og félagar hafa með ýmsum hætti staðið í vegi fyrir mannréttindabaráttu hinsegin fólks og gengið á rétt kvenna til að ráða eigin líkama með baráttu gegn þungunarrofi. Úrsögn Bandaríkjanna úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og stuðningur við einræðisstjórnir víða um lönd er til marks um þverrandi virðingu fyrir mannréttindum og það sama má segja um stefnuna gagnvart flóttafólki.

Ljóst er að fjöldamörg félög og hópar hafa ástæðu til að mótmæla heimsókn þessa manns til Íslands. Samtök hernaðarandstæðinga vilja hafa forgöngu um að leiða saman ólíka hópa til að standa að mótmælum gegn varaforsetanum og ríkistjórn hans. Af því tilefni hafa SHA boðað til opins skipulagsfundar fimmtudagskvöldið 22. ágúst kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Þangað hafa fulltrúar ýmissa ólíkra samtaka boðað komu sína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tólfta stýrivaxtahækkunin staðreynd

Tólfta stýrivaxtahækkunin staðreynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt