fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Eins og happdrættisvinningur að búa á Norðurlöndunum – grillir í fasteignabraskarann hjá Trump

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 23:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvæntasta uppákoman á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna er yfirlýstur áhugi Donalds Trump á því að kaupa Grænland. Fulltrúar Grænlands og Danmerkur hafa ekki undan að svara spurningum um þetta. Það er í mörg horn að líta hjá Bandaríkjaforseta, en þarna sýnir hann kannski hliðina sem honum er eðlilegust og einlægust – fasteignabraskarann.

Auðvitað er Grænland ekki til sölu – en það breytir því ekki að stórveldi seilast til áhrifa þar, stórveldatogstreitan berst um allar Norðurslóðir og Kínverjar og Rússar beita sér óspart.

Katrín Jakobsdóttir og Angela Merkel ræddu saman um málefni Norðurslóða. Eðlilegustu bandamenn okkar þar eru Evrópuríkin sem leggja áherslu á umhverfisvernd og frið á þessu viðkvæma svæði. Stjórnast ekki af sömu geópólitísku ágirndinni og stórveldin.

Annars er ágætt að fylgjast með fundi norrænu ráðherranna. Forsætisráðherrar Noregs, Danmerkur og Íslands eru konur. Maður skynjar hvílíkt lán er að búa í heimshluta þar sem fleira sameinar en sundrar. Þetta fólk tilheyrir ólíkum stjórmálaflokkum en það er samhljómur á milli þeirra. Það er eins og að hafa unnið í happdrætti að vera fæddur og uppalinn á Norðurlöndunum.

Blaðamaður vinur minn segir að í lestrarmælingum vefsíðna komi fram að enginn áhugi sé á þessum leiðtogum. Hann spyr hvort þeir séu svona óáhugaverðir? Ef svo er, þá er það mestanpart gott. Óáhugaverðir stjórnmálamenn eru yfirleitt miklu betri en þeir áhugaverðu. Það sannar sagan rækilega.

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er af dálítið öðru sauðahúsi en fólkið á myndinni hér að ofan (hún kemur af vef forsætisráðuneytisins). Það breytir því þó ekki að Katrín ætti að sjá af tíma til að hitta Pence. Það gefst ábyggilega annað tækifæri til að ávarpa norræn verkalýðsfélög. Hins vegar gæti hugsast að það sé þægilegra fyrir Katrínu sjálfa að hitta ekki Pence og sjást ekki á mynd með honum – svona gagnvart kjósendahópnum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár