fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Píratar felldu tilllögu um að setja orkumálastefnu í þjóðaratkvæði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. ágúst 2019 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar felldu tilllögu um að gera það að stefnu sinni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um orkumálstefnu ESB. Viljinn greinir frá þessu en niðurstöður kosningarinnar og umræður um tillöguna má má sjá hér.

Tillagan er á þá leið að Píratar álykti að setja skuli í þjóðaratkvæðagreiðslu öll lög er tengjast innleiðingu á orkumálastefnu Evrópubandalagsins og þingmönnum beri að fylgja þeirri afstöðu sem þjóðin tekur í slíkri kosningu.

Í kosningakerfi Pírata greiddu 70 atkvæði gegn tillögunni en 49 voru með henni. Í umræðum um tillöguna sagði Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata:

„Ég persónulega held að þetta mál sé sérstaklega óheppilegt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fyrir hið allra fyrsta vil ég hafa skýrar reglur um hvernig megi skjóta málum í slíka kosningu, en ekki að það sé happa-glappa eftir því hvenær það hentar valdhöfum hverju sinni, það fyrirkomulag er mjög viðkvæmt fyrir lýðskrumi og hræðsluáróðri.

Í öðru lagi, þá er um að ræða langt ferli, þar sem við höfum átt í viðræðum um langt tímabil og fyrirvarar til að biðja um breytingar eru löngu liðnir, synjun á þessu stigi myndi hafa töluvert af slæmum afleiðingum fyrir samningsaðila okkar, þar sem ef við hefðum töluverðar áhyggjur, þá höfðum við ansi langan tíma til að viðra þær og fá breytingar. Og við gerðum nokkuð af því..

Þeir sem tala núna hæst gegn þessu á þingi sátu sumir hverjir í valdastólum á þeim samningstíma, en virtist ekki liggja á að fella þetta þá.“

Umræður Pírata um málið má lesa hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár