fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Bjarni fékk bréf frá konunni sem hann hjálpaði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. ágúst 2019 10:00

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, deilir skemmtilegri frásögn á Facebook-síðu sinni. Þar segir frá þakklátri konu sem sendi honum bréf til að þakka fyrir greiða sem hann gerði henni árið 2003. Í tiltekt fann konan 16 ára gamlan kosningabækling frá Sjálfstæðisflokknum og þá rifjaðist upp fyrir henni hjálpsemi Bjarna sem hafði gefið henni far þegar hún var áttavillt. Frásögn Bjarna af málinu er eftirfarandi:

Snemma í sumar fékk ég bréf frá konu sem býr í Barcelona á Spáni. Hún sagðist vilja þakka mér fyrir það þegar ég samþykkti að gefa henni, ferðalangi með bakpoka, nýlentri og dálítið áttavilltri, far í bæinn.

Það skemmtilega í þessu er að þetta gerðist 2003. Ég var að koma heim eftir kosningafund með Íslendingafélaginu í Kaupmannahöfn. (Gaman að segja frá því að þar hafði tekið vel á móti mér kunningi sem ég síðar réði sem framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, Þórður Þórarinsson, mikill vinur minn í dag).
Ég var í framboði í fyrsta skipti og var í 5. sæti framboðs Sjálfstæðisflokksins í SV kjördæmi.

Á leiðinni í bæinn spjölluðum við um heima og geima og ég lét þessa vinalegu konu hafa að kveðjugjöf einn litprentaðan kosningabækling. Ég minnist þess að hafa þótt það dálítið sniðugt því hvorki myndi hún kjósa né yfirhöfuð geta lesið mikið í bæklingnum.

Síðan líða 16 ár og þá rekst hún á bæklinginn góða við tiltekt. Framboð Sjálfstæðisflokksins í SV frá 2003. Henni datt í hug að fletta mér upp á netinu og í framhaldinu sendi hún mér afar hlýlegt og fallegt bréf. Þar þakkaði hún mér fyrir skemmtileg kynni og gladdist í leiðinni yfir því að ég sæti nú í ríkisstjórn.

Ég sagði henni í svarbréfi að ég vonaði að hún kæmi aftur, og þá með fjölskylduna sem hún hefur eignast í milliðíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár