fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Vilja þrenn jarðgöng í útboð á sama tíma

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 07:55

Tenging Seyðisfjarðar við Hérað er efst á blaði starfshópsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að tryggja að hringtenging Austfjarða með jarðgöngum verði að veruleika í framtíðinni leggur bæjarráð Fjarðabyggðar áherslu á að þrenn jarðgöng verði boðin út á sama tíma. Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs, segir mjög mikilvægt að koma þessari hringtengingu á. Við það verði Austurland að einu atvinnusvæði sem skipti miklu máli fyrir samfélagið á svæðinu sem yrði sterkara og betur í stakk búið til að takast á við þau verkefni sem krafist er af nútímasveitarfélögum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að starfshópur um jarðgöng á Austurlandi leggi til að fyrst verði gerð göng á milli Seyðisfjarðar og upp á Hérað. Í úttekt KPMG kemur fram að mestu áhrifin fyrir samfélagið á Austurlandi náist með því að gera göng undir Fjarðarheiði til Fljótsdalshéraðs sem og að Norðfjörður og Seyðisfjörður verði tengdir með tveimur göngum um Mjóafjörð. Starfshópurinn leggur þó ekki til að það verði gert, aðeins að farið verði í framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng.

Fréttablaðið hefur eftir Hjalta Jóhannessyni, sem er landfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri og hefur rannsakað samgöngubætur og áhrif þeirra, að hann telji að hringtenging myndi breyta miklu fyrir Austurland í heild en hann telur að í upphafi sé gott að byrja á að tengja Seyðisfjörð við Hérað. Það liggi fyrir að um kostnaðarsama framkvæmd sé að ræða og því eðlilegt að taka þetta í skrefum. Það sé skiljanlegt að farið sé í eina framkvæmd í einu og því sé rétt hjá starfshópnum að leggja til að fyrst verði grafið undir Fjarðarheiði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár