fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Guðni áhyggjufullur: Andstaðan er slík að kannski fer ríkisstjórnin eins og allar hinar eftir hrun

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 10:00

Guðni Ágústsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, sendir forystumönnum ríkisstjórnarinnar; Katrínu Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni skýr skilaboð í grein hann skrifar í Morgunblaðið í dag.

Þar gerir Guðni þriðja orkupakkann að umtalsefni og þá miklu andstöðu sem hann hefur mætt víða, meðal annars í grasrót flokkanna sjálfra.

Guðni segist þó þeirrar skoðunar að núverandi ríkisstjórn sé um flesta hluti vel vinnandi og sterk. Hann bendir á að Ísland sé komið yfir hrunið á flestum sviðum og bjart sé yfir efnahagsmálum þjóðarinnar. Þó sé það þannig að sársauki hrunsins búi enn í hjörtum þjóðarinnar og því séu svik illa séð.

Galið að ganga á gefin loforð

„Það er galið að gengið sé á gefin loforð og stefnumarkandi ályktanir flokksfélaganna. Svo kemur þriðji orkupakkinn eins og „uppvakningur“ sem sendur er ríkisstjórninni og flokkum hennar til höfuðs. Enginn taldi að ógn stafaði af honum því leitað yrði undanþágu þar sem æðstu stofnanir bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins höfðu ályktað, að menn töldu, gegn innleiðingu hans og formenn flokkanna og margir þingmenn og ráðherrar flokkanna talað með þeim hætti að innleiðing væri ekki á dagskrá,“ segir Guðni.

Hvað varðar VG segir Guðni að menn hafi talið að flokkurinn væri svo bundinn náttúru Íslands að þar myndi finnast fyrirstaða. Það sé þó sjaldgæft og undantekning ef fram kemur rödd þar sem andmælir.

„Svo gerist það eins og hendi sé veifað að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna taka þessa einbeittu ákvörðun, koma saman eftir að hafa landað kjarasamningum við verkalýðshreyfinguna og setja stefnuna á að klára orkupakkann, einn tveir og þrír. En fyrirstaðan varð meiri en foringjana grunaði og enn við lok umræðu á Alþingi í sumar var staðan sú að í öllum stjórnarflokkunum var meirihluti gegn innleiðingu hans og stór meirihluti flokksmanna Framsóknar og Vinstri grænna. Og í landinu öllu vel yfir 60% þjóðarinnar. Tilfinningalega er málið á pari við Icesave,“ segir Guðni í grein sinni.

Svörin eru haldlaus

Guðni segir auðvelt að segja að hver stjórnmálamaður sé bundinn sinni sannfæringu. En þegar menn skipta um sannfæringu verði rökin að vera klár. Það sé ekki í þessu tilfelli.

„Flokkarnir hafa hvergi komið fram með rök sem sannfæra þá ólgandi óánægju sem nú skekur ríkisstjórnarflokkana. Og þeirra sérfræðingar eru ekkert fremri þeim sem mæla gegn orkupakkanum. Svör stjórnmálaflokkanna og forystumanna þeirra eru haldlaus, þau hljóma á þessa leið: „Þetta skiptir engu máli fyrir okkur, þetta er mikilvægt mál en skiptir engu, en EES-samningurinn er í hættu ef við ekki innleiðum samninginn, EES-samningurinn er besti samningur sem Ísland hefur gert.“

Guðni endar grein sína á að skýrum skilaboðum til Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.

„Kæru forystumenn ríkisstjórnarinnar, Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi! Þið hafið ekki enn sannfært kjarnann í ykkar flokkum um hvert þið eruð að fara og hversvegna? Okkur mörgum finnst að ferðinni sé nú heitið út í buskann og þið séuð að skapa pólitíska óvissu fyrir Ísland og flokkana ykkar, okkar. Við óttumst að þessu fylgi enn alvarlegri afleiðingar því slík er andstaðan við þennan þriðja orkupakka að kannski fer ríkisstjórnin eins og allar hinar eftir hrun, beint út í fúamýri í kosningum eftir tvö ár, skaði en sjálfskaparvíti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins