fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Guðmundur Andri segir Mike Pence og Guðlaug Þór vera tvísaga um heimsóknina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir harðlega Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og væntanlega heimsókn hans til Íslands. Segir hann Pence vera öfgamann sem beiti sér gegn réttindum kvenna og hinseginfólks. Þetta kemur fram í pistli Guðmundar á Facebook þar sem hann segir:

„Mike Pence er kristinn öfgamaður. Hann hefur beitt sér gegn réttindum kvenna og verið opinskár í andúð sinni á hinsegin fólki, aðhyllist mismunun á grundvelli trúar og kynhneigðar og hefur gert sitt til að kynda undir því hatri sem orðið er að meiriháttar samfélagsmeini í Bandaríkjunum og víðar. Það er ekki sjálfsagt mál að slíku jaðarmenni sé tekið opnum örmum þegar hann kemur hingað, þó að auðvitað þurfi að sýna embætti hans vissa kurteisi.“

Guðmundur segir síðan að Pence og Guðlaugur Þór utanríkisráðherra séu tvísaga um tilgang heimsóknarinnar en engu líkara sé en ríkisstjórnin sé að leyna því að verið sé að efla varnarsamstarfið við Bandaríkjamenn:

„Afar óheppilegt er að Bandaríkjamenn og utanríkisráðherra íslensku ríkisstjórnarinnar skuli vera tvísaga um tilgang ferðarinnar og það sem stendur til að ræða. Bandaríkjamenn segjast ætla að ræða hernaðarmál en Guðlaugur Þór nefndi aðeins efnahagmál. Það er kannski feimnismál í ríkisstjórn undir forystu flokks sem segist andvígur varnarsamstarfi vestrænna þjóða en við þurfum nú samt að fá að vita af því ef ameríski herinn er að snúa hingað aftur undir stjórn slíkra manna sem Pence og Trumps.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár