fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Borgin færir auglýsingar um Menningarnótt úr blöðum yfir í samfélagsmiðla og Google Ads

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við hötum ekki blaðaauglýsingar, ég á bara ekki til peninga fyrir þessu, það er svo einfalt mál,“ segir Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, en engar auglýsingar um Menningarnótt verða í Morgunblaðinu eða Fréttablaðinu þetta árið. Raunar er líklegt að eini einarekni, hefðbundni fjölmiðilinn sem nýtur góðs af Menningarnótt, hvað varðar auglýsingafé, verði útvarpsstöðin Bylgjan. „Við munum auglýsa í samlesnum á Rás 2 og svo á Bylgjunni,“ segir Björg.

Björg viðurkennir að undanfarin ár hafi auglýsingar á Menningarnótt verið að færast úr blöðum yfir á samfélagsmiðla og Google. „Við notum Google Ads sem birta auglýsingar okkar miðað við hvar markhópar okkar eru,“ segir Björg. Hún segir að blaðaauglýsingar séu einfaldlega of dýrar hlutfallslega. Aðspurð hvort ekki hafi hvarflað að borginni að færa blaðaauglýsingarnar frekar yfir á sterka íslenska netmiðla á borð við mbl.is, visir.is og dv.is segir hún: „Það hvarflar ýmislegt að okkur og við erum alltaf að skoða þessi mál. Við höfum reyndar keypt vefborða á Vísir.is en þeir eru líka hlutfallslega dýrir.“

Undanfarin misseri hefur orðið sífellt meira umræða um erfiða rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla og slæma samkeppnisstöðu þeirra gagnvart Ríkisútvarpinu. Frumvarp til nýrra fjölmiðlalaga, sem gerir ráð fyrir opinberum styrkjum til handa einkareknum fjölmiðlum, hefur verið í smíðum í nokkurn tíma. Mörgum þykir skjóta skökku við að á sama tíma og ríkið hyggst styrkja einkarekna fjölmiðla séu bæði ríki og borg að draga úr auglýsingum í þessum miðlum og færa þær til samfélagsmiðla. Björg segir hins vegar að hún verði að nýta takmarkað auglýsingafé á sem bestan hátt.

Varðandi þá staðreynd að útlit sé fyrir að Ríkisútvarpið fái núna meira í sinn hlut af auglýsingafé varðandi Menningarnótt en einkareknir fjölmiðlar bendir Björg á að Ríkisútvarpið leggi gífurlega mikið til Menningarnætur með því að halda helsta viðburð hátíðarinnar, sem eru tónleikar á Arnarhóli, borginni að kostnaðarlausu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“