fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Borgin færir auglýsingar um Menningarnótt úr blöðum yfir í samfélagsmiðla og Google Ads

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við hötum ekki blaðaauglýsingar, ég á bara ekki til peninga fyrir þessu, það er svo einfalt mál,“ segir Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, en engar auglýsingar um Menningarnótt verða í Morgunblaðinu eða Fréttablaðinu þetta árið. Raunar er líklegt að eini einarekni, hefðbundni fjölmiðilinn sem nýtur góðs af Menningarnótt, hvað varðar auglýsingafé, verði útvarpsstöðin Bylgjan. „Við munum auglýsa í samlesnum á Rás 2 og svo á Bylgjunni,“ segir Björg.

Björg viðurkennir að undanfarin ár hafi auglýsingar á Menningarnótt verið að færast úr blöðum yfir á samfélagsmiðla og Google. „Við notum Google Ads sem birta auglýsingar okkar miðað við hvar markhópar okkar eru,“ segir Björg. Hún segir að blaðaauglýsingar séu einfaldlega of dýrar hlutfallslega. Aðspurð hvort ekki hafi hvarflað að borginni að færa blaðaauglýsingarnar frekar yfir á sterka íslenska netmiðla á borð við mbl.is, visir.is og dv.is segir hún: „Það hvarflar ýmislegt að okkur og við erum alltaf að skoða þessi mál. Við höfum reyndar keypt vefborða á Vísir.is en þeir eru líka hlutfallslega dýrir.“

Undanfarin misseri hefur orðið sífellt meira umræða um erfiða rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla og slæma samkeppnisstöðu þeirra gagnvart Ríkisútvarpinu. Frumvarp til nýrra fjölmiðlalaga, sem gerir ráð fyrir opinberum styrkjum til handa einkareknum fjölmiðlum, hefur verið í smíðum í nokkurn tíma. Mörgum þykir skjóta skökku við að á sama tíma og ríkið hyggst styrkja einkarekna fjölmiðla séu bæði ríki og borg að draga úr auglýsingum í þessum miðlum og færa þær til samfélagsmiðla. Björg segir hins vegar að hún verði að nýta takmarkað auglýsingafé á sem bestan hátt.

Varðandi þá staðreynd að útlit sé fyrir að Ríkisútvarpið fái núna meira í sinn hlut af auglýsingafé varðandi Menningarnótt en einkareknir fjölmiðlar bendir Björg á að Ríkisútvarpið leggi gífurlega mikið til Menningarnætur með því að halda helsta viðburð hátíðarinnar, sem eru tónleikar á Arnarhóli, borginni að kostnaðarlausu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár