fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu og viðskiptalögfræðingur, segir í samtali við Morgunblaðið að stjórnvöld hafi ekki brugðist við ábendingum fyrirtækisins um óeðlilegar samkeppnishömlur á útvarpsmarkaði síðan 2009. 

Arnþrúður segir þessar hömlur birtast meðal annars í villandi framsetningu á hlustun á útvarpsstöðvar sem bitnar á tekjuöflun smærri útvarpsstöðva og annarra einkerekinna fjölmiðla.

„Ég tel óeðli­legt að RÚV, sem rík­is­fyr­ir­tæki sem fær fast­ar greiðslur sam­kvæmt lög­um, þurfi að leita til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins með því að fá und­anþágu frá gild­andi lög­um til að styðja enn frek­ar við rekst­ur­inn.“

Hún segir fyrirtækið hafa ákveðið forskot og felur fyrirkomulagið því í sér ákveðna hindrun fyrir önnur fyrirtæki á markaðnum og gerir þeim erfiðara fyrir að lifa af. 

„Það sem stend­ur upp úr er að Sam­keppnis­eft­ir­litið og ís­lensk yf­ir­völd áttu að vera búin að inn­leiða til fulls sam­keppn­is­regl­ur EES-samn­ings­ins frá 1993. Það er bein­lín­is eitt af því sem ís­lensk stjórn­völd ákváðu að und­ir­gang­ast við upp­töku samn­ings­ins. Í fyrsta lagi fjór­frelsið, í öðru lagi sam­keppn­is­lög­in og í þriðja lagi rík­is­styrk­irn­ir. Þetta tvennt síðar­nefnda hef­ur með Rík­is­út­varpið og dag­lega til­vist þess að gera.“

„Allir mældir eða enginn“

Blaðamaður Morgunblaðsins spyr Arnþrúði hvort hún sjái aðra leið fyrir fyrirtæki á markaðnum til að vera með samanburðarhæfa mælingu en að vinna saman að slíkri mælingu. Arnþrúður svarar honum og segir að annaðhvort eigi allir að vera með eða enginn.

„Ef þetta eiga að vera trú­verðugar mæl­ing­ar eru all­ir mæld­ir eða eng­inn. Eins og fyr­ir­komu­lagið er núna eru ör­fá­ir mæld­ir og látið eins og hinir séu ekki til. Auðvitað ætti fjöl­miðlanefnd­in sem óháður aðili að sjá um að það lægju fyr­ir mæl­ing­ar um hlust­un á ís­lenskt út­varp.“

Arnþrúður er þá spurð hvort það væri betra fyrirkomulag að fela opinberum aðila, á borð við fjölmiðlanefnd, að gera mælingarnar frekar en til dæmis Capacent Gallup. Hín segir að hægt sé að gera hlutleysiskröfur til opinberra aðila en það sé ekki hægt að gera til Capacent.

„Þar er bein­lín­is greitt fyr­ir hverja könn­un. Til­hneig­ing­in er sú að sá sem borg­ar fyr­ir könn­un­ina kem­ur bet­ur út úr því en hinir. Við höf­um ástæðu til að ætla að fjöl­miðlanefnd­in sé óháður aðili, því hún gegn­ir mjög mik­il­vægu hlut­verki. Það má líka líta svo á að fjöl­miðlanefnd­in hafi því hlut­verki að gegna að hafa rétt­ar upp­lýs­ing­ar um hvernig út­varps­hlust­un er háttað í land­inu.“

Arnþrúður hefur gagnrýnt auglýsingar frá RÚV sem snúast um hlustun á Rás 1 og 2 en hún segir birtingarmyndina koma hvað skýrast í gegnum auglýsingarstofurnar sem eru beintengdar við Capacent.

„Í þeirra fram­setn­ingu er RÚV aug­lýst með ákveðna hlust­un en látið eins og hinir séu ekki til. Núna er fram­kvæmd­inni þannig háttað að þeir sem eru mæld­ir hjá Capacent/​Gallup eru þeir einu sem eru sagðir með út­varps­hlust­un á Íslandi. Það þarf ekki annað en að fara á forsíðu Capacent og kalla fram út­varps­hlust­un á Íslandi og þá er Útvarp Saga ekki til. Þetta full­yrðir Capacent að séu rétt­ar töl­ur yfir út­varps­hlust­un í land­inu, sem eru vöru­svik. Þetta er líka neyt­enda­mál gagn­vart fyr­ir­tækj­un­um sem eru að kaupa aug­lýs­ing­ar í góðri trú. Þetta eru því gríðarleg­ar viðskipta­hindr­an­ir sem við verðum fyr­ir út af fram­kvæmd þess­ara kann­ana. Fjöl­miðlarn­ir greiða síðan aug­lýs­inga­stof­un­um 15-18% þókn­un fyr­ir að láta þá fá aug­lýs­ing­ar, auðvitað á kostnað aug­lýs­and­ans.“

Þegar Arnþrúður er spurð hvað henni finnst um þáttöku RÚV í mælingunni er hún harðorð.

„Það er fyr­ir neðan all­ar hell­ur að RÚV hafi nýtt sér und­anþágu frá sam­keppn­is­lög­um síðastliðin 10 ár. Þetta eru mikl­ar hindr­an­ir enda fáum við ekki aug­lýs­ing­ar hjá aug­lýs­inga­stof­un­um þegar þær kynna aug­lýs­inga­mögu­leika fyr­ir stór­fyr­ir­tækj­um, þar sem Gallup mæl­ir okk­ur ekki.“

„Ekkert gerst í málinu“

Arnþrúður vísar þá til greinargerðar Ástu Magnúsdóttur og Jóns Vilbergs Guðjónssonar, starfsmanna mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is­insm sem þau skrifuðu fyrir hönd ráðherra til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 

Tilefni greinargerðarinnar var erindi frá Arnþrúði vegna meintra brota Samkeppniseftirlitsins á fjölmiðlalögum. Í greinargerðinni kom fram að niðurstaðan væri meðal annars sú að sterkar vísbendingar væru um að beiting 15. greinar samkeppnislaga til að heimila mælingar „vinni gegn markmiðum fjölmiðlalaga um fjölræði fjölmiðla og fjölbreytni í fjölmiðlum. Ráðuneytið hafði því ætlað sér að fylgja þessum sjónarmiðum eftir á fundi með atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti „með undirbúning mögulegra lagabreytinga í huga“. 

Blaðamaður spyr þá Arnþrúði hver viðbrögðin hafi verið eftir þetta.

„Mér ligg­ur við að segja að það hafi ekk­ert gerst í mál­inu. Katrín Jak­obs­dótt­ir [þáver­andi mennta­málaráðherra] lét vinna þessa grein­ar­gerð skömmu áður en hún hætti. Hún tók sjón­ar­miðum okk­ar vel en kom al­veg af fjöll­um. Hún var öll af vilja gerð til að gera eitt­hvað í mál­inu en síðan tók við önn­ur rík­is­stjórn og svo tvær aðrar og maður sér ekki vilj­ann í verki.“

Arnþrúður segir að það næsta sem þau heyri sé að núverandi menntamálaráðherra hyggist breyta lögunum til að koma til móts við einkarekna fjölmiðla.

„Lilja D. Al­freðsdótt­ir er eina mann­eskj­an sem hef­ur gert eitt­hvað í mál­inu. Ráðherr­ann hyggst leggja áherslu á styrki til fjöl­miðla en ég set mörg spurn­ing­ar­merki við þá aðferðafræði. Rík­is­styrk­ir eiga að vera í al­mannaþágu en ekki til að viðhalda einka­rekn­um fyr­ir­tækj­um á lífi, í sam­keppn­is­rekstri. Sam­keppn­in á að vera heil­brigð og skv. lög­um, án und­an­tekn­inga fyr­ir fá­eina. Í mín­um huga ganga þess­ar hug­mynd­ir þvert á sam­keppn­is­regl­ur EES-rétt­ar­ins sem gera ráð fyr­ir að eng­ar hindr­an­ir geti hamlað rekstri minni aðila og þegar fjöl­miðlar eiga hlut að máli hef­ur það bein áhrif [og leiðir til] skerðing­ar á tján­ing­ar­frelsi.“

Hún segir að ef hinir frjálsu fjölmiðlar landsins sæli um þennan styrk til ríkisins séu þeir að sama skaði að viðurkenna ríkjandi ástand og leggja blessun þeirra yfir það að RÚV sé á auglýsingamarkaði.

„Við gæt­um þar með misst bóta­rétt [vegna meintra brota á sam­keppn­is­lög­um] ef við sækj­um um þessa styrki. Það er því verið að setja frjálsa ís­lenska fjöl­miðla í tals­vert erfiða stöðu með þessu. Sam­keppn­is­staðan hef­ur aðeins versnað og versnað með inn­komu er­lendra net­miðla. Það hef­ur ekki komið nein breyt­ing frá ís­lensk­um stjórn­völd­um að því er varðar frjálsu og einka­reknu miðlana. Það hafa hins veg­ar orðið ýms­ar breyt­ing­ar til batnaðar hjá Rík­is­út­varp­inu til að tryggja rekstr­arör­yggi þess enn frek­ar. Íslensku fjöl­miðlarn­ir greiða 24% virðis­auka­skatt af aug­lýs­ing­um en er­lendu net­miðlarn­ir sleppa við þann skatt en eru samt á sama markaðssvæði. Það eitt og sér er brot á jafn­ræðis­reglu, skatta­lög­um og EES-samn­ingn­um.“

Arnþrúður telur rétt að skipta eigi nefskattinum, sem hún segir nema nú um 4,7 milljarða frá skattgreiðendum, á milli allra ljósvaka- og prentmiðla.

„Þessi greiðsla renn­ur beint til RÚV í dag en það mætti hugsa sér að RÚV fengi 50% af þessu en síðan skipt­ust hin 50% á milli frjálsu fjöl­miðlanna. Skatt­greiðend­ur gætu valið sjálf­ir, á skatt­fram­tali sínu, hvaða fjöl­miðill fengi nefskatt­inn. Það þarf að end­ur­meta hlut­verk og starf­semi RÚV og 50% af nefskatt­in­um ættu að duga eft­ir breyt­ing­ar á rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag­inu. RÚV er nú op­in­bert hluta­fé­lag, ohf., en það fé­laga­form á ekki við að mínu mati“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna