fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Akureyrar gerir alvarlegar athugasemdir við skipan starfshóps sem vann drög að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi.

Málið var rætt á fundi bæjarráðs í morgun.

Athugasemdirnar snúa einkum að því að svo virðist sem enginn utan höfuðborgarsvæðisins sitji í starfshópnum. „Auk þess sitja engir fulltrúar sveitarfélaga í starfshópnum en bæjarráð telur eðlilegt að Samband íslenskra sveitarfélaga ætti fulltrúa í starfshópnum enda um mikið hagsmunamál fjölmargra sveitarfélaga að ræða,“ segir í bókun bæjarráðs.

Þá mótmælir bæjarráð þeim skamma fresti, yfir sumarmánuðina, sem gefinn er til að koma með athugasemdir í samráðsgátt vegna Grænbókar, en drögin eru nú til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda.

Í drögunum má finna greiningu á stöðunni í flugrekstri og flugtengdri starfsemi hér á landi. Annars vegar er um að ræða greiningu á stöðunni í málaflokknum í dag en einnig tillögur að áherslum til framtíðar.

Í athugasemd Akureyrarbæjar á vef samráðsgáttar kemur fram að bæjarráð telji að samfélags- og byggðasjónarmið séu ekki höfð að leiðarljósi við vinnuna. Þá er lýst vonbrigðum með að þvert á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þá virðist ekki vilji til að opna fleiri gáttir inn í landið. Lítil ástæða sé til að flokka aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll sem millilandaflugvöll.

„Akureyrarbær hefur fengið frest til þess að senda inn umsögn um málið og mun gera það á næstu dögum,“ segir í athugasemdinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár