fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Sveinbjörn líkir sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar við töfralækna – „Höfðu fimm millj­óna tonna þorskafla af þjóðarbúinu“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörn Jónsson, sjómaður og ellilífeyrisþegi, skrifaði opið bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra í Morgunblaðinu í dag. Í bréfinu gagnrýnir hann Hafrannsóknarstofnun harðlega og líkir sérfræðingum stofnunarinnar við töfralækna frumstæðra þjóðfélaga.

„Í frum­stæðum þjóðfé­lög­um eru til menn sem kall­ast töfra­lækn­ar eða töframenn. Þeir skreyta sig oft með fjöðrum, skelj­um og bein­um og öðru þess hátt­ar og dansa í kring­um varðeld með fett­um og brett­um. Síðan veit­ast þeir að höfðingj­an­um og tjá hon­um að mik­il ógn sé fram und­an ef ekki verði farið að ráðum þeirra. Þeir baða jafn­vel viðkom­andi í dýra­blóði eða bara drullu og segja hon­um að það geti komið í veg fyr­ir bölið og vilja þá einnig fá ríf­lega umb­un fyr­ir þjón­ust­una. Í nú­tímaþjóðfé­lög­um kalla staðgengl­ar þess­ara manna sig sér­fræðinga og starfsaðferðir þeirra hafa lítið breyst. Flest­ir sér­fræðing­ar gefa sig út fyr­ir að leysa vanda­mál en ef vanda­mál eru ekki fyr­ir hendi þarf að gefa út svart­ar skýrsl­ur. Síðan er sak­laus­um valda­mönn­um sagt að ef ekki verði gripið til öfga­kenndra aðgerða muni allt fara til and­skot­ans.“

Sveinbjörn segir sérfræðingana fyrirbyggja að aðrir blandi sér í málið með því að segja að það sé mjög flókið og ekki á færi annarra en færustu sérfræðinga að leysa það.

„Sér­fræðing­ar hafa jafn­vel fengið stjórn­mála­menn til að setja í lög að þeir hafi einka­rétt á að veita þá þjón­ustu sem um er rætt. Þeir hafa komið því þannig fyr­ir að ef svo ólík­lega vildi til að aðrir yrðu tekn­ir fram yfir þá hafi þeir jafn­vel skaðabóta­rétt á hend­ur vald­haf­an­um, sem oft­ast er ríkið. Þetta eru að sjálf­sögðu mann­rétt­inda­brot á þeim sem ekki hafa aflað sér til­skil­inna sér­fræðirétt­inda en eru oft á tíðum miklu hæf­ari en um­rædd­ir sér­fræðing­ar. 

5 spurningar

Sveinbjörn segist ætla að veita Kristjáni ókeypis ráðgjöf um hvernig hann geti fengið sannleikann fram með réttum spurningum. Hann leggur því næst fram fimm spurningar fyrir sjávarútvegsráðherrann. Sveinbjörn segir svörin ekki þurfa að vera nákvæm en að þau þurfi þó að vera í töluformi.

  1. Hver var meðal­fjöldi hrogna ís­lenska þorsk­stofns­ins ár­lega það tíma­bil sem nýliðun hans var að meðaltali 200 millj­ón­ir nýliða á ári?
  2. Hver var meðal­fjöldi hrogna ís­lenska þorsk­stofns­ins und­an­far­in 10 ár og hver var meðal­nýliðafjöld­inn þau ár?
  3. Hversu mikið þarf að auka hrogna­fram­leiðslu ís­lenska þorsk­stofns­ins svo nýliðun hans verði nógu mik­il að mati Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og ICES?
  4. Hversu mikla fæðu (orku) þarf stofn sem hrygn­ir nógu mörg­um hrogn­um til að nýliðun ís­lenska þorsk­stofns­ins sé nægj­an­leg að mati Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og ICES?
  5. Hver var meðal­veiði þau tíma­bil sem spurt er um í spurn­ing­um 1 ann­ars veg­ar og 2 hins veg­ar?

„Ef þú færð heiðarleg svör við of­an­greind­um spurn­ing­um, Kristján, muntu kom­ast að raun um að mest sam­ræmi er milli afla og nýliðunar og oft­ast er öf­ugt sam­ræmi milli hrogna og nýliðunar. Ef tölv­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar ráða ekki við að svara viðkom­andi spurn­ing­um inn­an mánaðar eða svo hljóta þær að vera bilaðar.“

Sveinbjörn segir „töframenn svörtu skýrslnanna“ hafa haft af þjóðarbúinu um það bil fimm milljóna tonna þorskafla á aldarfjórðungi og annað eins eða meira í hliðartegundum og loðnu.

„Nú er það svo, Kristján, að ég er elli­líf­eyr­isþegi og er að verða bú­inn að vinna upp í þann launa­kvóta sem mér er ætlaður í ár áður en ég þarf að greiða rík­inu 80% vinnu­launa minna. Ég verð því að fara þess á leit við þig að þú umb­un­ir mér svart það lít­il­ræði sem þér finnst ég eiga skilið ef þú vilt fá mig til að út­skýra bet­ur fyr­ir þér hvernig töframenn svörtu skýrsln­anna höfðu af þjóðarbú­inu u.þ.b. fimm millj­óna tonna þorskafla á ald­ar­fjórðungi og annað eins eða meira í hliðar­teg­und­um og loðnu. Ég ætla ekki að reyna að reikna út verðgildi þessa tjóns því þá verður hrunið svo lítið í sam­an­b­urði og það kann að valda leiðind­um hjá því fólki sem missti störf­in sín á sjúkra­hús­un­um og ann­ars staðar þegar Hafró fór með þorskkvót­ann niður fyr­ir 200 þúsund tonn til að byggja upp hrygn­ing­ar­stofn­inn.“

Hann botnar bréfið með hnyttinni hugmynd um hvernig hægt væri að fjárfesta svo Hafrannsóknastofnun særi ekki blygðunarkennd hans og annarra sem ennþá nenna að horfa á aðfarirnar.

„Ný­lega sá ég eft­ir þér haft að horn­steinn fisk­veiðistjórn­un­ar á Íslandi væri að fara eft­ir vís­inda­legri ráðgjöf. Mér er því ljóst að enn um sinn verður stig­inn dans í kring­um hinn rán­dýra gull­kálf. Hvernig væri að fjár­festa í strápils­um fyr­ir Hafró til að særa ekki blygðun­ar­kennd okk­ar sem enn nenn­um að horfa á aðfar­irn­ar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus