Fimmtudagur 05.desember 2019
Eyjan

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka aðila í ferðaþjónustu, tjáir sig um svarta skýrslu ASÍ sem kom út í gær í forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag.

Í skýrslunni var ljósi varpað á ýmislegt sem betur mætti fara á íslenskum vinnumarkaði. Til dæmis aukna jaðarsetningu og brotastarfsemi. Þá kom fram að fjögur aðildarfélög ASÍ hefðu gert 768 launakörufur árið 2018 upp á samtals 450 milljónir króna. Um helmingur allra krafna kemur úr hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu.

Í frétt Morgunblaðsins í dag segir Jóhannes að í ungri atvinnugrein á borð við ferðaþjónustuna megi gera ráð fyrir því að það taki tíma fyrir þá sem eru nýbyrjaðir í starfsemi að átta sig á reglum, meðferð kjarasamninga og öðru slíku. 

Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, gagnrýnir þessi ummæli Jóhannesar harðlega á Miðjunni í dag.

„Jóhannes kýs sérstaka leið til að svara fyrir stórkostlegan launaþjófnað ferðaþjónustufyrirtækja. Í stað þess að tala um það sem vel er gert kýs Jóhannes Þór að nálgast staðreyndirnar með allt öðrum hætti. Með réttlætingu.“

Sigurjón segir þetta vera galið sjónarmið hjá Jóhannesi.

„Kjarasamningar eru ekki það flóknir að meðalmaðurinn geti ekki lesið þá, og skilið. Aumt yfirklór. Launaþjófnaður er hreint ömurlegur. Þau sem verst standa eru helst fórnarlömb óheiðarlegs fólks. Jóhannes Þór verst enn.“

Jóhannes sagði leitt að svo mikið skuli vera um brot en hann segir þetta vera heldur lægri prósentur en forseti ASÍ hefur sagt að ferðaþjónustan standi að og verkalýðshreyfingin sé að sýsla með.

„Þegar um okk­ar fé­lags­menn er að ræða, þá er gjarn­an um heiðarleg mis­tök að ræða eða menn átta sig ekki á því hvernig regl­urn­ar standa. Við höf­um lagt áherslu á að koma rétt­um skila­boðum til viðkom­andi aðila um að afla sér þekk­ing­ar um hvernig eigi að gera hlut­ina og laga það sem laga þarf.“

Sigurjón er harðorður í garð Jóhannesar vegna þessara ummæla og segir hann vera í „skítadjobbbi“.

„Áður var Jóhannes Þór aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs og var þá oftast kallaður Jóhannes útskýrari. Hann hefur engu gleymt. Jóhannes Þór er í skítadjobbi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“
Eyjan
Í gær

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“