Miðvikudagur 26.febrúar 2020
Eyjan

Erlend þróun getur orðið til að vextir lækki enn frekar hér á landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna samdráttar í eftirspurn á erlendum mörkuðum gæti myndast aukið svigrúm fyrir vaxtalækkanir og einnig gæti samdrátturinn haldið aftur af verðbólgu hér á landi. Líklegt er að erlent fjármagn streymi til landsins þegar fjárfestar flýja neikvæða vexti sem er nú að finna víða á Vesturlöndum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að vaxtaþróunin á erlendum mörkuðum, þar sem víða eru neikvæðir vextir í dag, geti dregið úr verðbólgu hér á landi og veitt aukið svigrúm fyrir vaxtalækkanir. Versnandi horfur eru í heimshagkerfinu vegna vísbendinga um framleiðsluslaka í Evrópu og vegna spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Kína.

Blaðið hefur eftir Kristrúnu Frostadóttur, aðalhagfræðingi Kviku banka, að sama þróun hafi verið upp úr 2014 og segja megi að þá höfum við flutt inn lága verðbólgu helstu viðskiptaríkjanna. Ef staðan breytist ekki gæti fyrirséður samdráttur á erlendum mörkuðum haldið niðri verðbólgu hér á landi og aukið svigrúm til vaxtalækkana.

Frá því í maí hefur Seðlabankinn lækkað vexti úr 4,5 prósentum í 3,75 prósent en næsti vaxtaákvörðunardagur er 28. ágúst.

„Hér eru enn hærri vextir, og þó við séum að vinna okkur út úr ferðaþjónustusjokki eru margir mælikvarðar mjög heilbrigðir, meðal annars hvað varðar skuldsetningu. Margir hafa vonast eftir minnkandi vaxtamun en ef vextir lækka erlendis í svipuðum takti og hér heima helst munurinn óbreyttur. Það gæti laðað að fjármagn, stutt við krónuna, og þar með haldið enn aftur af verðbólgu.“

Er haft eftir Kristrúnu.

Agnar Tómas Möller, forstöðumaður hjá Júpíter, sagði tímaspursmál hvenær erlent fjármagni fari að streyma til landsins:

„Ef verðbólga og verðbólguvæntingar halda áfram að lækka og við höldum áfram að semja skynsamlega á vinnumarkaði er engin ástæða til að ætla annað en að langtímavextir geti lækkað hér verulega, líkt og hefur gerst undanfarin ár í öðrum litlum sjálfstæðum myntsvæðum eins og Nýja-Sjálandi og Ísrael, þar sem langtímavextir eru í dag um 1% og hafa lækkað gríðarlega undanfarinn áratug.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Nafnagjöf í beinni
Eyjan
Í gær

Tímamót hjá VG á Austurlandi

Tímamót hjá VG á Austurlandi
Eyjan
Í gær

Umboðsmaður barna flytur skrifstofuna til Egilsstaða í eina viku

Umboðsmaður barna flytur skrifstofuna til Egilsstaða í eina viku
Eyjan
Í gær

Stefán ekki byrjaður í starfi en skorar á stjórnmálamenn – „Það hlýtur þá að kalla á breytingar á lögunum“

Stefán ekki byrjaður í starfi en skorar á stjórnmálamenn – „Það hlýtur þá að kalla á breytingar á lögunum“
Eyjan
Í gær

Vigdís Hauksdóttir um pólitíska framtíð sína – „Maður veit aldrei“

Vigdís Hauksdóttir um pólitíska framtíð sína – „Maður veit aldrei“
Fyrir 4 dögum

Hinn óþægilegi sannleikur

Hinn óþægilegi sannleikur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hörður -„Verði það tækifæri ekki nýtt þá geta menn bara slökkt ljósin“ – Segir Sólveigu gengna af göflunum

Hörður -„Verði það tækifæri ekki nýtt þá geta menn bara slökkt ljósin“ – Segir Sólveigu gengna af göflunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann er allt annað en sáttur með „einkaeign“ Sjálfstæðisflokksins – „Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“

Jóhann er allt annað en sáttur með „einkaeign“ Sjálfstæðisflokksins – „Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vill bjóða erlend lán í íslenskum krónum

Vill bjóða erlend lán í íslenskum krónum