fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 15:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, gagnrýnir Bjarna Ben og fylgilið hans í Sjálfstæðisflokknum harðlega í ritstjórnargrein sinni í Morgunblaðinu í dag. Davíð er undrandi á þeim skilaboðum sem forysta Sjálfstæðisflokksins sendir til flokksfólksins í tenglum við Orkupakkamálið.

„Það hef­ur vakið undr­un, svo ekki sé meira sagt, að for­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins gef­ur til kynna að hún muni hunsa beiðni flokks­fólks­ins um end­ur­skoðun á stór­felldri eft­ir­gjöf full­veld­is þjóðar­inn­ar með gjörn­ingn­um sem kallaður er Orkupakki 3. Formaður flokks­ins sagði við þjóðina úr ræðustól Alþing­is að orkupakkaaðgerðin væri óskilj­an­leg!“

Hann segir beiðni flokkfólksins, sem á að hunsa, vera með hliðsjón af þröngri reglu sem núverandi forysta hafði frumkvæði að árið 2011.

„Ef þúsund­ir flokks­bund­inna óska eft­ir því að ákvörðun sem geng­ur gegn op­in­ber­um yf­ir­lýs­ing­um for­manns­ins og ákvörðunum Lands­fund­ar sé end­ur­met­in er sjálfsagt að verða við því, hvað sem nýrri reglu líður. ESB blind­ingj­ar í Íhalds­flokkn­um breska full­yrtu að þjóðin sæi eft­ir ákvörðun­inni í þjóðar­at­kvæði. Ekk­ert bend­ir til þess. “

Davíð vísar því næst í bloggfærslu Jóns Magnússonar, lögmanns og fyrrverandi alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, en í færslunni talaði hann um skoðanakönnun sem gerð var í tengslum við útgöngu Breta úr ESB.

„Í nýrri skoðana­könn­un, sem gerð var fyr­ir stór­blaðið „The Daily Tel­egraph“ kem­ur fram, að 54% kjós­enda í Bretlandi styðja áform for­sæt­is­ráðherra lands­ins um út­göngu Breta úr ESB án samn­ings og leysa þurfi þingið upp til að koma í veg fyr­ir að þing­menn stoppi út­göngu Breta úr því. Í þess­ari sömu skoðana­könn­un kom einnig fram, að níu af hverj­um 10 aðspurðra töldu að þingið væri ekki í sam­bandi við al­menn­ing í land­inu og 89% telja að flest­ir þing­menn virði ekki ósk­ir kjós­enda sinna en fari sínu fram í Brex­it mál­um.“

Davíð botnar ritstjórnargreinina með meira efni úr bloggfærslu Jóns.

„Það er skaðlegt þegar full­trúa­lýðræðið er komið á það stig, að meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus