fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar ASÍ benda til þess að jaðarsetning og brotastarfsemi hafi aukist á íslenskum vinnumarkaði á undanförnum árum. Rannsóknin sem um ræðir er byggð á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga og voru niðurstöðurnar birtar í dag.

Í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna rannsóknarinnar kemur fram að stéttarfélög fái inn á borð til sín fleiri og alvarlegri mál en áður tengd launaþjófnaði og kjarasamningsbrotum. Svo virðist sem brotin beinist einkum gegn hópum sem síður þekkja rétt sinn, það er erlendu verkafólki, ungu fólki og einstaklingum með lágar tekjur.

Alþýðusambandið bendir á að við þessum brotum séu engin viðurlög sem sambandið telur algerlega óásættanlegt.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru eftirfarandi:

  • Launakröfur vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota hlaupa á hundruðum milljóna króna á ári.
  • Fjögur aðildarfélög ASÍ gerðu 768 launakröfur árið 2018 upp á samtals 450 milljónir króna og nam miðgildi kröfuupphæðar 262.534 kr.
  • Meira en helmingur allra krafna stéttarfélaga eru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna. Um 19% launafólks á íslenskum vinnumarkaði er af erlendum uppruna.
  • Um helmingur allra krafna kemur úr hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu en hæstu launakröfurnar eru gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð.
  • Niðurstöður spurningakönnunar Gallup eru í takt við launakröfur stéttarfélaga og benda til þess að brotastarfsemi beinist fremur gegn erlendu launafólki og yngra fólki, með lægri tekjur og í óreglulegu ráðningarsambandi og hlutastörfum.
  • Skoðun á launakröfum og spurningakönnunin benda til að brotin felist m.a. í vangreiðslum á launum, álagsgreiðslum og ýmsum réttindabrotum.
  • Hjá meirihluta launafólks, einkum hjá þeim sem hafa lengri starfsaldur og hærri tekjur, er brotastarfsemi nærri óþekkt.

Þá segir sambandið að brotastarfsemi gagnvart erlendu launafólki og ungmennum sé alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Hana verði að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Bendir sambandið á nokkur atriði í því samhengi:

Bæta þarf löggjöf og regluverk. Lögbinda verður hörð viðurlög og sektargreiðslur vegna launaþjófnaðar og annarra brota gegn launafólki

  • Efla þarf upplýsingamiðlun, eftirlit á vinnumarkaði og eftirfylgni vegna brotastarfsemi. Bæta með kerfisbundnum hætti samstarf og samvinnu stjórnvaldsstofnana og aðila vinnumarkaðarins með samræmdri og öflugri upplýsingamiðlun.

•  Stuðningur við brotaþola. Tryggja verður að þeir einstaklingar sem brotið er á sæki rétt sinn með stuðningi verkalýðshreyfingarinnar og samfélagsins alls og þeir njóti öryggis og skjóls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár