fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Simmi sár út í Ólaf: „Það er fátt sem særir réttlætiskennd mína meira en dylgjur og útúrsnúningur“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmaður Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi, Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill er sár út í Ólaf Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Ólafur birti á dögunum skoðanapistil á Vísi þar sem hann tjáði sig um Simma, sem hann sagði haf farið ranglega með staðreyndir í Útvarpsviðtali á Bylgjunni. Ólafur sagði meðal annars að Sigmar hefði þurft að kynna sér málið betur, en erjur þeirra varða inn og útflutning á kjöti.

„Hefði nýi talsmaðurinn ekki þurft að lesa sér betur til áður en hann réðist svona beint á eigin félagsmenn og þeirra óábyrga innflutning?“

Sigmar svarar

Í dag svaraði Sigmar gagnrýni Ólafs í skoðanapistli sínum á Vísi.

„Hann gefur í skyn að undirritaður hafi farið með rangt mál í viðtalinu um að í Tollasamningum sé búið að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklinga- og svínakjöti.“ segir í pistli Sigmars.

„Þær tölur sem hann hins vegar vísar í eru rauntölur innflutnings fyrir árið 2018,“

Simmi færir rök fyrir orðum sínum og segir tollkvóta hafa áhrif á það hvaða prósentutala kemur upp.

„Ástæðan fyrir því að þær tölur eru hærri en reikna má út úr Tollasamningum má rekja til „Opinna Tollkvóta“ sem hækka þetta hlutfall. Það er því ekki rangt sem undirritaður sagði að búið sé að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklinga- og svínakjöti.“

„Hann mun líklega komast fljótt að því að svo er ekki“

Sigmar heldur því fram að bráðlega muni Ólafur komast að því að hann hafi litið frammhjá staðreyndum í skrifum sínum.

„Hann velur að heyra ekki það sem sagt er og gefur í skyn að ég hafi ekki kynnt mér málið. Hann mun líklega komast fljótt að því að svo er ekki.“

„Aðrar tilvitnanir hans í greininni, úr viðtalinu, skipta umræðuna engu máli og því þarf ekki að vitna frekar í það.“

Sigmar heldur því líka fram að Ólafur, ásamt félagi atvinnurekenda geri hluti tortryggilega, þó þér séu það ekki samkvæmt Sigmari.

„Í greininni bendir hann á þá staðreynd að íslenskar afurðastöðvar eru stærstu innflytjendur á erlendum kjötafurðum hingað til lands. Það er hárrétt. Ólafur og félag atvinnurekenda hafa gert það tortryggilegt í umræðunni.“

„Málflutningur Ólafs og félags atvinnurekenda er að bændur og afurðarsöðvar séu ekki samkvæmar sjálfum sér þar sem þær eru sjálfar að flytja inn kjötafurðir frá Evrópu.“

Sigmar segir FESK (e. Félag eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi) ekki á móti innflutningi nema á þeim vörum sem Íslendingar séu ekki fullfærir um að framleiða sjálfir.

Gefur í skyn að Ólafur sé að vernda hagsmuni ákveðinna fyrirtækja

Sigmar gefur í skyn að Ólafur sé að reyna að vernda arðsemi ákveðinna fyrirtækja þvert á hag samfélagsins.

„Hvaða hagsmuna er Ólafur og félag atvinnurekenda að gæta? Er það arðsemi nokkurra fyrirtækja í félagi atvinnurekenda?“

„Er það mikilvægara en samfélagsleg ábyrgð, innlendur virðisauki, kolefnisspor og heilnæmi í fæðu okkar íslendinga?“

Simmi deildi pistli sínum á Facebook-síðu sinni með textanum „Það er fátt sem særir réttlætiskennd mína meira en dylgjur og útúrsnúningur. Þá er gott að segja hlutina eins og þeir eru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt