fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Styrmir: Kaflaskil í íslenskum stjórnmálum fram undan? Rothögg Framsóknar og áfall Sjálfstæðisflokks

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 12. ágúst 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er nokkuð ljóst af ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í fyrradag, laugardag, að þingflokkur sjálfstæðismanna ætlar sér að samþykkja orkupakka 3 á Alþingi um næstu mánaðamót.“

Þetta segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á bloggsíðu sinni. Þar fjallar hann um orkupakkamálið en flest bendir til þess að málið verði afrgreitt með atkvæðagreiðslu þann 2. september næstkomandi.

Styrmir veltir fyrir sér hver pólitísku áhrifin verði fari svo að orkupakkinn verður samþykktur eins og flest bendir til.

„Líkleg áhrif þess eru þau að stjórnarflokkarnir og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur verði fyrir verulegu áfalli í fylgi og að það komi smátt og smátt fram í skoðanakönnunum,“ segir Styrmir.

Hann segir að þetta gæti átt þátt í að koma Sjálfstæðisflokknum niður fyrir tuttugu prósenta mörkin með varanlegri hættu en hingað til. Styrmir segir að í því fælust ákveðin kaflaskil í íslenskum stjórnmálum enda Sjálfstæðisflokkurinn notið mun meira fylgist á undanförnum áratugum. En áhrifin yrðu víðtækari en svo að aðeins Sjálfstæðisflokkurinn fyndi fyrir neikvæðum áhrifum.

„Það er nokkuð ljóst að það gæti orðið rothögg fyrir Framsóknarflokkinn, sem berst fyrir lífi sínu í samkeppni við Miðflokkinn og það gæti orðið til þess að kippa fótunum undan VG, sem hefur áreiðanlega notið vaxandi skilnings fólks á loftslagsvánni og jafnvel leitt til þess að til verði nýr flokkur græningja á Íslandi.“

Styrmir segir að þessar pólitísku afleiðingar þess að orkupakkinn verði samþykktur hafi verið fyrirsjáanlegar lengi. „Þingmenn stjórnarflokkanna hljóta að gera sér grein fyrir þessu, eins og allir aðrir. Hvað í ósköpunum veldur þá þessari ótrúlegu stífni stjórnarflokkanna í þessu tiltekna máli?,“ spyr Styrmir að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár