fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Jim Ratcliffe styrkir rannsóknir Hafrannsóknastofnunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var undirritaður samningur um stuðning auðkýfingsins og jarðakaupandans stórtæka, Jim Ratcliffe, við rannsóknir á íslenska laxinum. Fjármagnar Ratcliffe umfangsmikla rannsóknaráætlun í samvinnu við Rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna hjá Hafrannsóknastofnun.

Í fréttatilkynningu um málið segir:

Samkomulagið við Hafrannsóknastofnun sem skrifað er undir í dag er hluti af sjálfbærri langtímaverndaráætlun sem miðar að því að laxveiðar á Íslandi verði áfram þær bestu og sjálfbærustu í heimi.

  • Nýja rannsóknaráætlunin styður við vernd Norður-Atlantshafslaxins í ám Norðausturlands um leið og gripið er til aðgerða til að vernda nærumhverfi ánna og viðkvæmt vistkerfi svæðisins í heild.

 

  • „Við höfum stækkað verkefnin til verndar laxinum á Norðausturlandi til þess að vernda einstætt umhverfi hans. Með aðstoð Sir Jim Ratcliffe og sveitarfélaga á svæðinu getum við á sjálfbæran hátt verndað svæðið og árnar til þess að Norður-Atlantshafslaxinn þrífist sem best á svæðinu,“ sagði Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri veiðifélagsins Strengs.

 

  • „Við erum að búa Norður-Atlantshafslaxinum friðland á Norðausturlandi Íslands. Lífsskilyrði laxins á Norðausturlandi verða bara bætt með sjálfbærri fjárfestingu í jörðum og ám á þessu einstæða svæði,“ sagði Peter S. Williams, tæknistjóri INEOS Group.

 

________________________________________________________________________

Sir Jim Ratcliffe fjármagnar nýja og umfangsmikla rannsóknaráætlun í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Rannsóknin er hluti af fyrirætlunum hans um vernd Atlantshafslaxins á Norðausturlandi.

 

Rannsóknaráætlun Hafrannsóknastofnunar verður unnin í samstarfi við lífvísindadeild Imperial College í London.

 

Rannsóknin, sem er að fullu fjármögnuð af Sir Jim, nær til nýrra sviða vistfræði og hegðunar laxins. Doktorsnemar frá hvorri stofnun framkvæma ítarlegar rannsóknir sem ná til núverandi stærðar stofna laxins, genakortlagningar og hátæknimerkinga fiska sem leiða á í ljós tengslin á milli umhverfis og hegðunar laxa í ánum og endurkomu þeirra í árnar úr hafi.

 

Niðurstöður þessara ítarlegu rannsókna verða birtar í vísindaritum og styðja við verndarstarfið í og í nágrenni laxánna. Þegar niðurstöður liggja fyrir verður þeim einnig deilt með íslenskum stjórnvöldum og viðeigandi sveitarfélögum.

 

„Öll gögn benda til þess að nú sé fjöldi Norður-Atlantshafslaxins ekki nema fjórðungur af því sem hann var á árunum upp úr 1970. Flestar tegundir sem orðið hafa fyrir slíkri hnignun yrðu flokkaðar sem í útrýmingarhættu. Við erum því spennt að hefja það sem við teljum vera gríðarmikilvæga rannsóknaráætlun, því í henni eru sameinaðir kraftar Hafrannsóknastofnunar og Imperial College til að varpa ljósi á hvernig viðhalda megi og stækka laxastofna hér á Íslandi og gera Norðausturland að friðlandi fyrir Norður-Atlantshafslaxinn,“ segir Peter S. Williams, tæknistjóri og yfirmaður fjárfestinga INEOS Group.

 

Lykilþættir rannsóknanna snúa að mati á því hversu gott aðgengi unglaxa er að æti því það hefur áhrif á lífvænleika þeirra í hafi og fjölda einstaklinga sem á endanum snúa aftur í árnar til hrygningar.

 

Vinna við endurheimt gróðurfars og trjárækt er þegar hafin í samstarfi við skógfræðing Vopnafjarðarhrepps og starfsfólk á svæðinu. Um er að ræða mikilvægt starf sem eykur jarðgæði á svæðum gróðureyðingar og auðgar lífríki svæðisins. Með því má mögulega bæta til langframa fæðisöflun unglaxa í ánum. Nálgunin, að vernda og endurheimta gæði vistkerfanna, byggir á því að bændur rækti áfram og nýti með hefðbundnum hætti land á jörðum svæðisins og auðgi gæði búsvæðanna meðfram ánum.

Samhliða nýju rannsóknunum og endurheimt gróðurfars, verður í haust, með aðstoð og undir sérfræðihandleiðslu Hafrannsóknastofnunar, hafinn árviss gröftur hrogna í ánum. Um einni milljón hrogna úr fiski af svæðinu verður á hverju ári komið fyrir í efri svæðum ánna þar sem laxinn hefur ekki komist áður, og opnaðar nýjar vaxtarlendur til þess að bæta vöxt og lífvænleika fiskanna á mikilvægu fyrra skeiði lífshlaups þeirra.

 

Stækkun hrygningar- og uppvaxtarsvæða laxins með byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá, Hofsá, og Miðfjarðará í Vopnafirði, er jafnframt hluti af langtímaáætlunum um að auka viðgang íslenska laxins. Framkvæmdunum miðar áfram með aðstoð fjárfestingar af hálfu Sir Jim og Strengs. Í Miðfjarðará var í fyrra lokið við og opnaður laxastigi. Þar hefur lax þegar náð bólfestu á nýjum svæðum í efri hluta árinnar, sem bætir við 4,5 kílómetrum af nýju búsvæði fyrir unglaxinn.

 

„Aðkoma Sir Jims að vernduninni skiptir miklu máli þegar kemur að því að viðhalda uppvaxtarstöðvum Norður-Atlantshafslaxins á Norðausturlandi. Með náinni samvinnu við bændur og sveitarfélög verður til sjálfbær starfsemi í sátt við náttúruna, sem kemur bæði samfélagi og náttúrufari á svæðinu til góða, um leið og viðhaldið er stöðu svæðisins sem fyrsta flokks á heimsvísu fyrir stangveiðar,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs.

 

Til viðbótar við bein fjárframlög frá Sir Jim Ratcliffe, rennur nú allur hagnaður af starfsemi Strengs aftur til verndarstarfs laxa á Norðausturlandi. Með verkefnunum er haldið áfram að vernda árnar og stækka uppvaxtarsvæði þeirra, um leið og unnið er með bændum og sveitarfélögum að vernd búsvæðisins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega