Fimmtudagur 23.janúar 2020
Eyjan

Dýrt lambakjöt og Hagsmunagæslustofa bænda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 07:40

Sauðfé - Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega virtist stefna í töluverðan vanda hér á landi þar sem útlit var fyrir að lambahryggir myndu klárast í verslunum og sláturtíð ekki hafin. Auðvitað ekki gott að enga lambahryggi sé að fá og við þessu ætluðu yfirvöld að bregðast með því að heimila tímabundinn innflutning á lambakjöti en á síðustu stundu tókst að finna nægilega mikið af íslenskum lambahryggjum til að tryggja nægt framboð þar til sláturtíð hefst.

Þetta mál er umfjöllunarefni Guðmundar Steingrímssonar í pistli hans í Fréttablaðinu í dag. Pistillinn ber heitið Lambakjötsöryggi. Þar segir Guðmundur að svo alvarlegt hafi ástandið verið vegna yfirvofandi skorts á lambahryggjum að við hafi legið að Alþingi væri kallað saman til að setja neyðarlög, eða svona næstum.

„Ég verð að játa að ég var ekki á meðal þeirra sem ruku út á götu á náttfötunum vegna þessara tíðinda. Hins vegar urðu þessar fréttir mér tilefni til að leiða hugann að undirliggjandi veruleika sem birtist mér sífellt fáránlegri eftir því sem árin líða: Hvað er málið með Ísland og lambakjöt? Af hverju í ósköpunum skiptir lambakjöt svona miklu máli?“

Segir Guðmundur og bendir á að hann sé sjálfur metnaðarfullur grillari sem finnist fátt betra en „grillað lambafillé“ að kótilettum ógleymdum. En síðan víkur Guðmundur að framlögum ríkisins til lambakjötsframleiðslu.

„. . . mér finnst það skrítið, svo ekki sé meira sagt, að 5 milljarðar úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna, af skatttekjum þjóðarinnar, fari árlega í styrki til að framleiða lambakjöt. Mér finnst það fáránlegt. Þessi upphæð þýðir að hver fjögurra manna fjölskylda á Íslandi borgar, hvort sem hún vill það eða ekki, ríflega 50 þúsund krónur á ári í lambakjötsframleiðslu.“

Segir Guðmundur og bætir við að auk þessa framlags sé framleiðslan vernduð með tollamúrum og heldur áfram:

„Og þar að auki þarf fólk að kaupa kjötið í búð — borga meira — ef það langar í það. Dýr sunnudagasteik Þetta er asnalegur díll.“

Hann víkur síðan að þeim tíma er hann sat á þingi og viðhorfi þingmanna til landbúnaðarins.

„Þegar ég sat á þingi hvarflaði stundum að mér að Alþingi væri fyrst og fremst þetta: Hagsmunagæslustofa bænda. Ég þori að veðja að um helmingur þingmanna myndi frekar stinga höfði í salerni en að andmæla styrkjum til bænda. Þegar búvörusamningar eru til umræðu leggjast þingmenn úr flestum flokkum á eitt við að koma svimandi háum upphæðum til skila í þetta tvennt: Framleiðslu á lambakjöti og framleiðslu á mjólk. Hvorugt telst í nútímasamfélagi, miðað við nýjustu þekkingu næringarfræðinnar, til nauðsynjavara. Grænmeti væri það frekar. Margir geta ekki einu sinni drukkið mjólk og mjög margir hafa engan smekk fyrir lambakjöti. Enginn þarf það.“

Segir Guðmundur og bætir við að ef eigna eigi lambakjöti einhvern sérstakan sess þá sé það sem sunnudagssteik, það sé veisluvara.

„Þá blasir hin æpandi niðurstaða við, sem þarf að mínu mati að ræða af nokkurri alvöru: Íslenska ríkið ver 5 milljörðum á ári í framleiðslu á veisluvöru fyrir suma. Er það skynsamlegt?“

Spyr hann og bendir á að fyrir þessa peninga mætti bæta skólastarf, heilbrigðisþjónustu eða grípa til aðgerða í umhverfismálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hitamálið Hálendisþjóðgarður – gæti orðið ríkisstjórninni mjög erfitt

Hitamálið Hálendisþjóðgarður – gæti orðið ríkisstjórninni mjög erfitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurjón líkir Bjarna Ben við „gangster“ – „Einhverra hluta vegna kemst hann upp með allan fjárann“

Sigurjón líkir Bjarna Ben við „gangster“ – „Einhverra hluta vegna kemst hann upp með allan fjárann“