fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Norðlendingar verða hugsanlega af hálfum milljarði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 07:55

Frá Akureyri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Super Break gætu ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi orðið af hálfum milljarði. Ferðaskrifstofan ætlaði að fljúga til Akureyrar í vetur og var búið að seglja helming þeirra flugsæta sem voru í boði. Um mikla blóðtöku er að ræða að sögn framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.

„Það er búið að leggja peninga í markaðssetninguna og við erum að skoða að fá nýja aðila að borðinu. Við vorum að fara inn í þriðja árið með Super Break og því hefur komið ágætis reynsla á þetta flug.“

Er haft eftir Arnheiði Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, í umfjöllun Fréttablaðsins um málið í dag. Hún sagði þetta mikið högg fyrir fyrirtækin á svæðinu. reiknað sé með að um 9.000 gistinætur geti tapast í febrúar og mars vegna gjaldþrotsins og þar sé um mikla veltu að ræða á þessum árstíma vegna árstíðasveiflna í ferðaþjónustu á svæðinu.

Hún sagðist vonast til að markaðssetningin hafi skilað sér til fleiri aðila og að önnur fyrirtæki séu reiðubúin til að koma að málum varðandi flug á milli Akureyrar og meginlands Evrópu eða Bretlandseyja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins