fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
Eyjan

Áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum safnar undirskriftum gegn þriðja orkupakkanum – „Þetta er ekki gert til höfuðs forystu flokksins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, setti í gær af stað undirskriftasöfnun meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna, þar sem skorað er á flokkinn að láta fara fram kosningu meðal almennra Sjálfstæðismanna um þriðja orkupakkann. Lokamarkmiðið er að málinu verði vísað til sameiginlegu EES-nefndarinnar og Íslendingar fái undanþágu frá samþykkt pakkans á grundvelli 102. greinar EES-samningsins.

Á vefsíðu undirskriftarsöfnunarinnar, þar sem flokksbundnir Sjálfstæðismenn geta skrifað undir, segir:

„Samkvæmt 6. grein skipulagsreglna flokksins er Miðstjórn flokksins skylt að láta fara fram almenna kosningu meðal flokksmanna um tiltekin málefni berist um það skrifleg ósk frá a.m.k. 5000 flokksbundnum félögum en þar af skulu ekki færri en 300 flokksmenn koma úr hverju kjördæmi landsins.

Innleiðing þriðja orkupakkans sem fyrirhuguð er af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur þegar leitt til harðra deilna innan Sjálfstæðisflokksins, enda ríkir um málið mikil og djúpstæð óeining í okkar röðum. Hér er ætlunin að safna tilskildum fjölda undirskrifta og knýja með því fram atkvæðagreiðslu um málið.“

Jón segist fullviss um að meirihluti Sjálfstæðismanna sé á móti þriðja orkupakkanum. „Það hefur komið fram á landsfundi og gerði það í könnun sem Maskína gerði,“ segir Jón í samtali við DV. Hann telur afar ólíklegt að forysta flokksins myndi hunsa yfirgnæfjandi afstöðu í slíkum kosningum innan flokksins. Hins vegar sé rétt að hafa í huga að þingmenn flokksins séu á engan hátt bundnir af slíkri kosningu, þeir séu óbundnir af öllu nema samvisku sinni.

Ekki gegn forystu flokksins og ekki gegn EES-samningnum

„Mér finnst mikilvægt að það komi fram að þessu er ekki með nokkrum hætti beint gegn forystu flokksins. Það eru allt góðir og gegnir einstaklingar. Þetta snýst hins vegar um það að þetta fólk snúi frá villu síns vegar í þessu máli. Þetta er svo alvarlegt mál, svo ofboðslega mikið langtíma hagsmunamál Íslendinga, núlifandi og komandi kynslóða, að það er ekki forsvaranlegt að láta það ganga fram með þessum hætti,“ segir Jón.

Jón telur líka alrangt að andstaða gegn orkupakka 3 grafi undan EES-samningnum. „EES-samningurinn hefur gagnast okkur fínt. Mín persónulega skoðun er sú að það myndi styrkja grundvöll EES-samningsins að þetta fari í þann farveg sem ég er að berjast fyrir. Núna er orkupakki 4 kominn, þá fyrst held ég að mönnum verði bumbult þegar þeir fara að skoða hvað er í honum. Ég held að Íslendingar muni aldrei sætta sig við það sem er í þessum orkupökkum og það sem kemur með þeim. Ef orkupakkinn verður tekinn inn í Landsrétt Íslendinga þá mun það leiða til þess að þeim sem berjast gegn EES-samningnum mun vaxa ásmegin. Ég er nokkurn veginn viss um það. Það að taka upp orkupakka 3 er ekki til þess fallið að styrkja EES-samninginn.“

„102. grein EES-samningsins býður mönnum að senda málið aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar, þar fer málið í ákveðið sáttaferli og þar myndu Íslendingar væntanlega biðja um varanlega undanþágu frá orkupakkanum. Það er eina leiðin til þess að komast burtu frá málinu án þess að hrófla við EES-samningnum,“ segir Jón jafnframt og telur þar með að Íslendingar þurfi ekki að taka upp orkupakka 3 til að viðhalda EES-samningnum.

Jón vonast innilega eftir sáttum um málið innan flokksins:

„Ég hef verið Sjálfstæðismaður í áratugi og mér þykir vænt um flokkinn minn. Ég á mér þann draum heitastan að það sé hægt að ná sáttum í þessu máli og við getum farið að snúa bökum saman og vinna upp fylgistap. Það er mjög mikilvægt en þetta mál verður að senda í sameiginlegu ESS-nefndina.“

Sjá nánar um undirskriftasöfnunina

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“
Eyjan
Í gær

Vigdís segir Dag færa umræðuna niður á leikskólastig – Vissi ekki hvað umferðarljós væru

Vigdís segir Dag færa umræðuna niður á leikskólastig – Vissi ekki hvað umferðarljós væru
Eyjan
Í gær

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkið reiknar ekki með auknum vinsældum Borgarlínu – „Ekki er útlit fyrir að það gerist á næstu áratugum“

Ríkið reiknar ekki með auknum vinsældum Borgarlínu – „Ekki er útlit fyrir að það gerist á næstu áratugum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga