„Það er ábyrgðarhluti að veita upplýsingar. Þannig hefur dómarinn því miður gerst sekur um að blanda saman vöru og framkvæmdum í orðum sínum. Hefur hann haldið því fram að lagning sæstrengs sé skilyrðislaus afleiðing innleiðingar O3 þegar honum er vel kunnugt um að hingað verður enginn strengur lagður án heimildar, ekki frekar en einhver „valdagírugur maður í teinóttum jakkafötum“ getur lagt hér veg þvert yfir landið þrátt fyrir skýr fyrirmæli um frjálsa för fólks. Við höfum áfram sem hingað til yfirráð yfir landi okkar og miðum og þannig verður það hvort sem af innleiðingu O3 verður eða ekki. Að lokum vil ég bjóða dómarann velkominn í pólitíkina. Hún getur verið ansi skemmtileg á köflum.“