fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Eyjan

Mótmælt gegn fangelsun og fantaskap Kínastjórnar

Egill Helgason
Mánudaginn 5. ágúst 2019 05:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boston er afar lífleg borg, menningarborg og menntaborg – varla nokkurs staðar í heiminum eru fleiri framúrskarandi háskólar á jafnlitlu svæði. Í göngutúr um Boston finnur maður margt skemmtilegt og þá er um að gera að fara líka í útborgir eins og Cambridge, Brookline og Sommerville. Mannlífið þar er í raun skemmtilegra en í sjálfum miðbænum þar sem túristarnir halda sig.

Á sunnudegi í svona borg upplifir maður ýmislegt. Niður aðalgötuna Boylston Street kom til dæmis mótmælaganga, það var aðallega ungt fólk. Tilefnið var ráðstefna American Correctional Association í borginni – þetta eru stór einkasamtök sem eiga að sjá um eftirlit í fangelsum í Bandaríkjunum.

En þar leynist víða fiskur undir steini. Hvergi er stærra hlutfall þjóðar í fangelsi en í Bandaríkjunum. Og hlutfall blökkumanna er þar óþægilega hátt. Síðasta hneykslið eru svo búðirnar sem innflytjendur eru settir í, búr fyrir börn – eins og var minnt á í göngunni.

Fólk úr kirkjunni var áberandi í göngunni og ég fékk að taka myndina hér að ofan af ungum presti – á skiltinu eru þörf skilaboð, hvít yfirburðahyggja er trúvilla!

Í Cambridge,  á torginu framan við aðalbyggingar Harvard háskólans voru önnur mótmæli. Þar voru samankomnir Kínverjar sem mótmæltu ákaft yfirgangi Beijingstjórnarinnar í Hong Kong. Þeir báru spjöld þar sem var krafist sjálfstjórnar fyrir Hong Kong. Ærið tilefni er til þessara mótmæla, því ofbeldið í Hong Kong virðist magnast um leið og kröfur um frelsi frá Kínastjórn fá byr undir vængi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Stefán er fundinn
Eyjan
Í gær

Neytendasamtökin telja frumvarp Þórdísar gagnslaust – Smálánastarfsemi lýst sem villta vestrinu -„Í rauninni alveg galið“

Neytendasamtökin telja frumvarp Þórdísar gagnslaust – Smálánastarfsemi lýst sem villta vestrinu -„Í rauninni alveg galið“
Eyjan
Í gær

Tyrkneska landsliðið heilsar aftur að hermannasið – nú í París

Tyrkneska landsliðið heilsar aftur að hermannasið – nú í París