Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Eyjan

Tap Icelandair 11 milljarðar það sem af er ári – Útiloka ekki að fargjöld verði hærri í vetur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 2. ágúst 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair hefur tapað 11 milljörðum króna það sem af er ári. Talið er að tapið gæti farið yfir 17 milljarða á þessu ári. Félagið varð fyrir miklu höggi vegna MAX-vélanna en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna flugvélanna bætt frá framleiðanda. Þetta kemur fram hjá Vísi.

Kyrrsetning MAX-vélanna var mikið áfall, en Bogi segir að að öðru leyti hafi reksturinn gengið vonum framar. „Það eru því bæði góð tíðindi í uppgjörinu og svo áhrif MAX-vélanna sem eru vonbrigði og í raun áfall.“

Hann segir að tjón vegna kyrrsetningarinnar hafi numið 6 milljörðum á öðrum ársfjórðungi 2019. „og muneira þegar við lítum á árið í heild.“

Framleiðandi vélanna, Boeing, gerir ráð fyrir háum bótagreiðslum til viðskiptavina vegna málsins. Bogi segir Icelandair vongott um að fá tjón sitt bætt. „Okkar markmið er skýrt- Það er að fá allt tjón bætt“

Þrátt fyrir mikið tap segir Bogi þó engar stórar uppsagnir á teikniborðinu. Félagið hafi fjölgað farþegum á milli ára og þrátt fyrir að hlutabréf Icelandair hafi lækkað mikið í morgun eftir að ársfjórðungsuppgjörið var birt þá sé það eðli fyrirtækja í flugrekstri að hlutabréfagengi sé sveiflukennt.

Bogi útilokar þó ekki að fargjöld í vetur verði hærri heldur en síðastliðinn vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiltin í bænum sögð ógna öryggi vegfarenda – „Þetta er hryllingur!“ – Stefnt að fjölgun

Skiltin í bænum sögð ógna öryggi vegfarenda – „Þetta er hryllingur!“ – Stefnt að fjölgun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Seðlabankastjóri virkur í athugasemdum

Seðlabankastjóri virkur í athugasemdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt félag keypti jörð með veiðirétti í Laxá í Aðaldal

Dularfullt félag keypti jörð með veiðirétti í Laxá í Aðaldal
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Leiðaraskrif mín í tvö dáin flokksblöð

Leiðaraskrif mín í tvö dáin flokksblöð