fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Seðlabanki Íslands svarar fyrir sig: „Ekki merki um neina mannvonsku eða kúgunartilburði“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 2. ágúst 2019 19:46

Hús Seðlabankans við Kalkofnsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabanki Íslands hafnar því að einhver leyndarhyggja eða þöggunartilburðir felist í kæru þeirra á úrskurði úrskurðarnefnda um upplýsingamál í máli blaðamanns Fréttablaðsins. Málið varði einfaldlega túlkun á lögum og með því að samþykkja að málinu verði vísað til dómstóla hafi úrskurðarnefndin sjálf tekið undir með Seðlabankanum að fela dómstólum að skera úr um túlkun á þeim lagaákvæðum sem eiga við í málinu.

Þetta kemur fram í grein Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabanka Íslands, í Fréttablaðinu í dag.

Stefán Jóhann Stefánsson Mynd/Seðlabanki Íslands

Líkt og áður hefur komið fram hefur Seðlabanki Íslands stefnt blaðamanni Fréttablaðsins til að hindra aðgang hans að upplýsingum um samning sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri gerði við starfsmann bankans. Blaðamannafélag Íslands hefur gagnrýnt aðgerðir Seðlabankans, sem og Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins. Stefán Jóhann segir þó gagnrýnina tilhæfulausa. Seðlabankinn sé hreinlega að tryggja að réttur skilningur sé lagður í viðeigandi lagaákvæði og bendir á að ef Seðlabankinn afhendir upplýsingar sem þeim væri svo ekki heimilt að veita þá gæti það varðað þá bótaskyldu. Einnig sé mikilvægt að fá úrlausn dómstóla til að leggja línurnar í framtíðinni um hvernig beri að fara að í sambærilegum málum.

„Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki við að upplýsa almenning um gang mikilvægra mála,“ segir Stefán. Seðlabanki Íslands leitist við að veita eins miklar upplýsingar um starfsemi sína og lög heimili.

Þetta tiltekna mál varði hins vegar hvort bankinn hafi heimild til að veita upplýsingar um fjárhagsleg málefni starfsmanna, sem bankinn telur óheimilt sökum ákvæða um þagnarskyldu og ákvæða um vernd upplýsinga sem varða persónuleg málefni fólks.

„Verði stofnunum á að veita of miklar upplýsingar geta þær átt hættu á að brjóta lög og baka sér bótaskyldu. Það er því ekki af neinni leyndarhyggju, eins og sumir viðast halda, að stofnun eins og Seðlabankinn veitir ekki umbúðalaust allar umbeðnar upplýsingar, heldur er það vegna þess ramma sem lögin skapa“

Með því að vísa málinu til dómstóla sé verið að falast eftir því að fá túlkun á viðkomandi lagaákvæðum og skýra og ótvíræða niðurstöðu í mál sem mismunandi skilningur er um.

„Sá blaðamaður sem óskað hefur upplýsinga hefur að mínu viti unnið verk sitt í þessum efnum vel og samviskusamlega og þótt formið krefjist þess að honum veðri birt stefna, sem ýmsum kynni að finnast óþægilegt, þá er ekki verið að veitast að honum persónulega, og reynt er að milda honum leiðina eins og fram kemur í stefnunni og birtist m.a. í því að Seðlabankinn gerir ekki kröfu um greiðslu málskostnaðar þó svo hann myndi vinna málið“

Stefán segir að þó svo bankinn neiti að veita upplýsingar þá sé það ekki til marks um annarlegar hvatir.

„Það er því ekki merki um neina mannvonsku eða kúgunartilburði, svo vitnað sé til orðalags ályktunar blaðamannafélags Íslands, þótt fólk reyni að vanda sig og fara  lögum. Það vita flestir og skilja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn