fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Umboðsmaður Alþingis krefur heilbrigðisráðuneytið um rökstuðning fyrir eftirlitsgjaldi á rafrettur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 11:07

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður Alþingis hefur krafið heilbrigðisráðuneytið um rökstuðning fyrir því að 75.000 króna gjald vegna tilkynninga um markaðssetningu á rafrettum standist lög og grundvallarreglur stjórnsýsluréttar um þjónustugjöld. Félag Atvinnurekenda vekur athygli á þessu í frétt á vef sínum en félagið hefur beitt sér gegn gjaldinu. Tilefni athugasemda umboðsmanns Alþingis er kvörtun Félags atvinnurekenda yfir gjaldinu.

Innflytjendur og seljendur rafrettna eru krafðir um 75.000 króna eftirlitsgjald vegna hverrar tilkynningar til Neytendastofu um að þeir hyggist setja tiltekna vöru á markað á Íslandi. i. Reglugerðin sem gjaldið byggist tók gildi fyrir tæpu ári. Félag atvinnurekenda hefur gert athugasemdir við upphæð gjaldsins og krafist rökstuðnings fyrir henni.

Í erindi umboðsmanns til heilbrigðisráðuneytisins segir að þjónustugjald verði ekki innheimt án heimildar í lögum og verði eingöngu nýtt til að standa straum af kostnaði sem almennt hlýst af því að veita þá þjónustu sem gjaldtökuheimildin tekur til.

Erindi umboðsmanns Alþingis til heilbrigðisráðuneytisins um málið má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun