fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Bergþór tók mest mark á skömmum móður sinnar: Finnst refsing sín vera margfalt verri en ætla mætti

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 19:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþór Ólafsson, Klaustursmaður og þingmaður Miðflokksins segist aðallega hafa tekið mark á skömmum frá móður sinni varðandi Klaustursmálið. Þetta kemur fram í andvarsbréfi Bergþórs til forsætisnefndar.

„Sjálfur tók ég við þeim skömmum sem ég tek mest mark á vegna málsins frá móður minni fyrir tæpum 8 mánuðum síðan.

Bergþór telur refsinguna sem hann og hinir sem töluðu á Klaustri vera „margfallt verri“ en það sem ætlast væri til af siðuðu samfélagi, en Bergþór segir fjölskyldu sína einnig finna fyrir þessari refsingu sinni.

„Sú opinbera smánunarherferð sem keyrð hefur verið áfram er refsing sem er margfalt verri fyrir þá sem í lenda, en hinar hefðbundnu refsingar sem siðuð samfélög telja forsvaranlegar. Það eru ekki bara stjórnmálamennirnir sjálfir sem verða fyrir, heldur fjölskyldan og nærumhverfið.“

Einnig spyr Bergþór siðanefnd hvort að einungis konur geti orðið fyrir kynferðislegu áreiti.

„Hvernig kemst siðanefnd að þeirri niðurstöðu að óhefluð og gagnrýniverð ummæli mín um Ingu Sæland séu af sömu rót sprottin og frásögn mín af því þegar ég varð fyrir kynferðislegu áreiti? Eru það að mati siðanefndar bara konur sem geta orðið fyrir kynferðislegu áreiti?“

Bergþór líkur andsvari sínu á því að segja „aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ vegna þess hvernig honum finnst að sér og öðru klaustursfólki sótt, en sumum gæti þótt þessi fræga setning eiga furðulega við sem vörn í Klaustursmálinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár