fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Anna Kolbrún slapp fyrir horn með uppnefnið „Freyja Eyja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gagnrýnt er að Kolbrún Anna Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á upptökunum frá Klaustur Bar, hafi ekki verið metin brotleg við siðareglur Alþingis. Anna Kolbrún Árnadóttir fékk athugasemd frá nefndinni vegna uppnefnis síns á Freyju Haraldsdóttur baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra. Þótti nefndinni að ummælin gætu skaðað ímynd Alþingis en erfitt væri að slá því föstu. Var því Anna Kolbrún látin njóta vafans og ekki slegið föstu að hún hefði brotið siðareglur. Þótti vafi leika á því uppnefnið væri í raun lítilsvirðandi.

Kolbrúna Anna kallaði Freyju „eyju“ og er það talið vísa til þess að fjarlægja þurfti vegg sem kallaður var eyja af skrifstofu Miðflokksins vegna aðgengismála. Veggurinn hafi þá fengið þetta viðurnefni.

Siðanefnd Alþingis þykir ekki fullsannað að viðurnefnið hafi verið meint í svo niðrandi merkingu. Því eru einhverjir mjög ósammála, til dæmis fjölmiðlamennirnir Helgi Seljan og Illugi Jökulsson. Helgi Seljan skrifar um þetta á Facebook:

„Helgi Beljan er góðlátlegt og jafnvel fyndið uppnefni.

Freyja Eyja er hins vegar andstyggilegt og ljótt uppnefni einkum og sér í lagi í því samhengi sem það var notað.

Hvernig hægt er að komast að annarri niðurstöðu, óháð því hvaða afleiðingar niðurstaðan mun hafa, er mér algjörlega fyrirmunað að skilja.“

Illugi Jökulsson segir af þessu tilefni:

„Þessi svokallaða siðanefnd Alþingis skaut sig náttúrlega illilega í lappirnar með úrskurði sínum um Þórhildi Sunnu. Og nú hefur hún komist að þeirri niðurstöðu að það hafi ekki varðað við siðareglur þegar Anna Kolbrún Árnadóttir hæddi Freyju Haraldsdóttur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun