fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Jo Swinson gegn Boris Johnson

Egill Helgason
Mánudaginn 22. júlí 2019 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur? Skyldi það verða raunin með Theresu May þegar hún lætur af embætti forsætisráðherra Bretlands seinna í vikunni. May hefur reyndar verið fangi nokkuð stóryrtra yfirlýsinga sem hún gaf um Brexit í upphafi valdatíðar sinnar, hún boðaði til kosninga þar sem hún hélt að hún myndi vinna með yfirburðum – en endaði með því að hún þurfti að reiða sig á stuðning harðlínu mótmælendatrúarflokks frá Norður-Írlandi.

Samt hefur May á sinn hátt virkað ærleg – hún hefur verið að reyna sitt besta til að ná þolanlegum samningi við Evrópusambandið. En þar hefur hún átt í höggi við hörðustu Brexit-sinnana í flokki sínum sem mega vart heyra minnst á neina málamiðlun.

Boris Johnson tekur við sem forsætisráðherra seinna í vikunni. Hann er orðheppinn, kann latínu og grísku, einkaskóladrengur, en þykir fjarskalega mikill tækifærissinni. Menn vita varla við hverju er að búast af honum, en hann ætlar út úr ESB 31. október með góðu eða illu.

Sir Simon Jenkins, hinn hárbeitti dálkahöfundur sem eitt sinn var ritstjóri The Evening Standard og síðar The Times, segir að í breska þinginu sé ekki að finna neinn meirihluta fyrir samningslausu Brexit – slíkt séu einungis hugarórar Johnsons.

Brexit gæti í raun þróast út í meiriháttar stjórnskipunarkreppu, því Johnson hefur hugleitt að láta þingið vera í fríi meðan Bexit verður að veruleika – margir telja að í þingræðisríki eins og Bretlandi jafngildi það valdaráni.

En Jenkins segir að á næstunni verði Johnson umkringdur embættismönnum sem sýni honum fram á að hann verði að semja. Til þess þarf hann að fara til Dyflinnar og lofa Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, að landamærunum milli Írska lýðveldisins og Norður-Írlands verði haldið opnum. Það þýði í raun áframhaldandi tollabandalag. Annars muni þingið rísa gegn honum.

Það hefur farið minna fyrir því en annar flokksleiðtogi er að taka við í Bretlandi nú í vikunni. Það er hin 39 ára Jo Swinson sem verður formaður flokks Frjálslyndra demókrata. Á sinn hátt er hún áhugaverðari en Johnson, ung kona, ekki úr neinni forréttindastétt eins og Johnson. Frjálslyndir demókratar hafa verið í vandræðum síðan þeir voru í samsteypustjórn með Íhaldsflokknum en nú hafa þeir vind í seglin vegna eindreginnar andstöðu við Brexit – á sama tíma og Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tvístígur stöðugt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?