fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Forsvarsmenn Secret Solstice segja fréttaflutning um gjafamiða borgarstjóra vera villandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. júlí 2019 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn Secret Solstice hafa sent frá sér fréttatilkynningu í tilefni af frétt á vef Hringbrautar um gjafamiða til borgarstjóra og borgarfulltrúa á Secret Soltice. DV endursagði fréttina síðdegis í dag. Þar segir: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þáði þrjá svokallaða Artist Gold VIP boðsmiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum í júní, að verðmæti um 450 þúsund krónur. Einnig segir frá frímiðum til annarra borgarfulltrúa og að svo virðist sem borgarfulltúar hafi getað fengið eins marga frímiða og þeir vildu.

Forsvarsmenn Secret Solstice segja þennan fréttaflutning vera villandi og alrangt sé að jafna aðgangi borgarstjóra að hátíðinni við lúxusaðganginn Óðinsmiða enda hafi borgarstjóri fengið aðgang sem ekki sé ætlaður til almennrar sölu. Fréttatilkynningin er eftirfarandi:

„Forsvarsmenn Secret Solstice hátíðarinnar harma villandi fréttaflutning í tengslum við aðgöngumiða borgarstjóra inn á Secret Solstice hátíðina sem fram fór í síðasta mánuði. 

Allir kjörnir fulltrúar geta fengið aðgöngumiða á hátíðina samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg í þeim tilgangi að uppfylla eftirlitsskyldu sína. Borgarstjóri sótti hátíðina á sunnudagskvöldið og vildu forsvarsmenn hátíðarinnar gjarnan veita honum sérstakan aðgang að öllum svæðum hátíðarinnar og fékk hann því svokallaða Artist Gold passa sem eru ekki til almennrar sölu. 

Í frétt á vefnum Hringbraut.is eru þeir miðar lagðir að jöfnu í verði við svokallaða Óðinsmiða og er sá samanburður fjarstæðukenndur. Óðinsmiðar gera viðkomandi kleift að borða og drekka frítt allan þann tíma sem hátíðin stendur auk þess að hafa aðgang að VIP svæðum. 

Allt kom þetta afar skýrt fram í samtali forsvarsmanns hátíðarinnar við blaðamann Hringbrautar sem kaus að túlka miðana með þessum hætti. Forsvarsmenn Secret Solstice harma slíkan fréttaflutning sem á engan hátt mun geta skyggt á ótrúlega vel heppnaða hátíð við sumarsólstöður í Laugardalnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár