fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Forsvarsmenn Secret Solstice segja fréttaflutning um gjafamiða borgarstjóra vera villandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. júlí 2019 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn Secret Solstice hafa sent frá sér fréttatilkynningu í tilefni af frétt á vef Hringbrautar um gjafamiða til borgarstjóra og borgarfulltrúa á Secret Soltice. DV endursagði fréttina síðdegis í dag. Þar segir: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þáði þrjá svokallaða Artist Gold VIP boðsmiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum í júní, að verðmæti um 450 þúsund krónur. Einnig segir frá frímiðum til annarra borgarfulltrúa og að svo virðist sem borgarfulltúar hafi getað fengið eins marga frímiða og þeir vildu.

Forsvarsmenn Secret Solstice segja þennan fréttaflutning vera villandi og alrangt sé að jafna aðgangi borgarstjóra að hátíðinni við lúxusaðganginn Óðinsmiða enda hafi borgarstjóri fengið aðgang sem ekki sé ætlaður til almennrar sölu. Fréttatilkynningin er eftirfarandi:

„Forsvarsmenn Secret Solstice hátíðarinnar harma villandi fréttaflutning í tengslum við aðgöngumiða borgarstjóra inn á Secret Solstice hátíðina sem fram fór í síðasta mánuði. 

Allir kjörnir fulltrúar geta fengið aðgöngumiða á hátíðina samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg í þeim tilgangi að uppfylla eftirlitsskyldu sína. Borgarstjóri sótti hátíðina á sunnudagskvöldið og vildu forsvarsmenn hátíðarinnar gjarnan veita honum sérstakan aðgang að öllum svæðum hátíðarinnar og fékk hann því svokallaða Artist Gold passa sem eru ekki til almennrar sölu. 

Í frétt á vefnum Hringbraut.is eru þeir miðar lagðir að jöfnu í verði við svokallaða Óðinsmiða og er sá samanburður fjarstæðukenndur. Óðinsmiðar gera viðkomandi kleift að borða og drekka frítt allan þann tíma sem hátíðin stendur auk þess að hafa aðgang að VIP svæðum. 

Allt kom þetta afar skýrt fram í samtali forsvarsmanns hátíðarinnar við blaðamann Hringbrautar sem kaus að túlka miðana með þessum hætti. Forsvarsmenn Secret Solstice harma slíkan fréttaflutning sem á engan hátt mun geta skyggt á ótrúlega vel heppnaða hátíð við sumarsólstöður í Laugardalnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna