fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Eyjan

Fjölmiðlar á Filippseyjum gagnrýna Ísland harðlega. „Varla marktæk ályktun“

Karl Garðarsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teodoro L. Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að ályktun Íslands, um rannsókn á mannréttindabrotum á Filippseyjum, sem samþykkt var í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sé varla marktæk. Þannig hafi í raun minnihluti þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu greitt atkvæði með tillögunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnvöld á Filippseyjum hafa sent frá sér.

Átján ríki greiddu atkvæði með tillögunni, fjórtán voru á móti en fjarverandi voru fulltrúar fimmtán ríkja. Lönd eins og Bretland, Ástralía, Danmörk, Spánn, Austurríki, Króatía og Tékkland studdu Ísland, en Kína, Ungverjaland, Indland og Saudi Arabía, auk Filippseyja, voru andvíg tillögunni.

Fjölmiðlar á Filippseyjum hafa brugðist ókvæða við og haft var eftir Severo Caturo, varaformanni forsetaskipaðrar mannréttindanefndar Filippseyja að ályktun Íslands brjóti gegn því góða samstarfi sem landsmenn hafi átt við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna varðandi mannréttindi. Ályktun Íslands geri meðal annars ráð fyrir að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna verði sendir til Filippseyja til að rannsaka dauða fjölmargra sem tengjast eiturlyfjahringum í landinu.

Caturo segir að rannsókn á þessum dauðsföllum og meintum mannréttindabrotum sé fullnægjandi og allar upplýsingar séu til um hvert tilvik. Ef stjórnvöld á Filippseyjum þurfi aðstoð við frekari rannsókn, þá verði óskað eftir henni. Það hafi ekki þurft til þessa og ályktun Íslands gangi þvert á þá stefnu sem yfirvöld hafi mótað um „uppbyggilega umræðu“ við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, eins og Caturo orðar það. Hann bendir á að engar einstakar kvartanir hafi formlega verið lagðar fram hjá viðkomandi nefnd mannréttindaráðsins, og í því ljósi verði ályktunin enn undarlegri. Ekki sé hægt að meta stöðu mannréttinda á Filippseyjum út frá fjölmiðlaumfjöllun einni, heldur verði að halda sig við staðreyndir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar greinir siðblindu

Jón Steinar greinir siðblindu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“