Fimmtudagur 05.desember 2019
Eyjan

Salvör undrandi að flóttabörnum sé vísað til Grikklands: „Mjög sársaukafullt að senda þau til baka“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. júlí 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það hafa komið sér á óvart að íslensk stjórnvöld sendi börn til Grikklands sem hafa óskað hér eftir hæli. Til stendur nú að senda tvær afganskar fjölskyldur, þar af fjögur börn, til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. Evrópuráðið og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa bent á óviðunandi aðstæður flóttamanna í Grikklandi.

Í samtali við Morgunvaktina á Rás 1 spyr Salvör hvort það sé forsvaranlegt að senda börn þangað þegar búið er að veita þeim dvalarleyfi á Íslandi. „Mér finnst eðlilegt að það sé gerð sérstök skoðun á því. Mig langar að heyra ástæðuna og rökin,“ segir Salvör og bætir við að sé fleira sem þurfi að skoða í þessum málum.

„Það er þegar börn hafa verið hér í einhvern tíma. Þau eru hérna mánuðum saman, þau ná að festa rætur og líður vel í skóla, þá er mjög sársaukafullt að senda þau til baka. Þannig að við erum líka að hugsa um málshraðann og slíka hluta sem er vert að taka upp.“

Salvör hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og mun hann fara fram í þessari viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“
Eyjan
Í gær

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“