fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Eyjan

Vandi Íhaldsflokka – og áhrif Davíðs

Egill Helgason
Laugardaginn 6. júlí 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Davíð Oddssyni er að takast það sem vinstri mönnum tókst aldrei – að rífa sundur Sjálfstæðisflokkinn. Allt bendir til að ritstjóra Moggans sé að takast að leiða flokkinn inn í skeið hjaðningavíga og langvarandi áhrifaleysis í stjórnarandstöðu. Allt er það í boði sægreifanna sem eiga Moggann og borga bæði tapið af honum og laun Davíðs. Hann er langáhrifamesti stjórnarandstæðingurinn í dag og fyrir vinstri vænginn ígildi vel þjálfaðrar fimmtu herdeildar….“

Þetta skrifar Össur Skarphéðinsson á Facebook og er ekki laust við að sumum finnist að hlakki í gamla formanni Samfylkingarinnar.

En er þetta ekki talsvert mikil einföldun? Þetta er það sem er að gerast með rótgróna hægri flokka alls staðar. Margir hafa verið kjölfestan í stjórnmálum ríkja sinna síðan í stríðslok, en nú er hægri pópúlisminn að rífa þá í sundur. Hér er það máski að einhverju leyti í líki Davíðs, en þetta er alþjóðleg þróun.

Þetta er það sem er að gerast með rótgróna hægri flokka alls staðar. Hægri pópúlisminn er að rífa þá í sundur. Hér er það máski í líki Davíðs, en þetta er alþjóðleg þróun og  er einmitt fjallað um þessa kreppu íhaldsflokka í Economist vikunnar. Þar segir að sú hægri stefna sem nú er að ríkja sér til rúms sé ekki áframhald á íhaldsstefnu – heldur gangi þvert á móti í berhögg við hana.

Þessi hugmyndafræði gengur út á óþol og óánægju, þetta eru svartsýnismenn og afturhaldsfólk, segir Economist. Hefðbundin íhaldsstefna byggi á raunsæi og varfærni, en hið nýja hægri gæli við upplausn og fari frjálslega með sannleikann.

Það hrífst af Pútín, Trump, Orbán og Bolsanaro. AfD ógnar Kristilegum demókrötum í Þýskalandi. Brexitflokkurinn og áður Ukip hafa leikið Íhaldsflokkinn í Bretlandi grátt. Vox tekur fylgi frá Partido Popular á Spáni. Svo má lengi telja. Trump var fordæmdur af hefðbudnum repúblikönum fyrir kosningarnar 2016. Nú er hann gjörsamlega búinn að taka yfir Repúblikanaflokkinn.

Hvað varðar örpistil Össurar, þá er heldur ekki hægt að segja að sósíaldemókratar ríði feitum hesti frá þessum umbrotum. Þeir hafa lítið til að gleðjast yfir. Eins og Economist segir er nýja hægrið augljóslega að vinna baráttuna við gömlu íhaldsstefnuna sem byggði á gildum upplýsingastefnunnar. Blaðið segir að fyrir frjálslynd öfl sé þetta dapurleg staða, því þótt íhaldsmenn og frjálslynda greini á um margt, séu þeir oftar bandamenn. Það sé þó ákveðin von í því að þeir sem aðhyllast nýja hægrið sé yfirleitt eldra fólk, víðast hvar sé ungt fólk annarrar skoðunar – þaðan sé varla að vænta mikils fjölda til að fylla flokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur einmitt verið bandalag milli íhaldsmanna og frjálslyndra, svo hefur verið frá 1929. Nú reynir á flokkinn og fylgi hans hefur minnkað frá velmektarárunum. En það er eins og segir alþjóðleg þróun þar sem Davíð Oddsson er minni áhrifavaldur en margir hyggja.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar greinir siðblindu

Jón Steinar greinir siðblindu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“