Fimmtudagur 23.janúar 2020
Eyjan

Fjármálaráðherra vill einkavæða Íslandspóst

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. júní 2019 07:58

Bjarni vill gjarnan einkavæða Íslandspóst.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn birti Ríkisendurskoðun svarta skýrslu um Íslandspóst. Óhætt er að segja að fyrirtækið og stjórnendur þess hafi fengið harða útreið í skýrslunni. Til að bregðast við því sem kemur fram í skýrslunni hafa stjórnendur fyrirtækisins ákveðið að grípa til ýmissa aðgerða. Framkvæmdastjórum verður fækkað og skrifstofur fyrirtækisins fluttar í sparnaðarskyni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að hann vilji að ríkið selji Íslandspóst.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

„Það hefur lengi verið mín skoðun að þegar búið er að koma lagaumgjörð um þessa starfsemi í betra horf, eins og við höfum verið að gera núna, og gera nauðsynlegar breytingar á rekstrinum þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji þennan rekstur.“

Er haft eftir Bjarna sem sagðist ekki hafa náð að fara yfir skýrsluna sjálfur. Hann sagði að Íslandspóstur væri með sjálfstæða stjórn og að honum sýnist að hún hafi brugðist við sumu af því sem sett er fram í skýrslunni.

Þegar Bjarni var spurður um framtíðina og næstu skref varðandi rekstur Íslandspósts og eignarhald ríkisins sagði Bjarni að hann vilji að fyrirtækið verði einkavætt.

„Hins vegar held ég að það hafi ekki verið aðstæður til þess undanfarin misseri eða ár að hefja undirbúning að slíkri sölu vegna þess hvernig reksturinn hefur gengið. Okkur er það ljóst núna að til dæmis alþjónustukvöðin sem hvílt hefur á fyrirtækinu hefur ekki verið nógu vel fjármögnuð sem birtist meðal annars í nýlegum úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar.“

Sagði Bjarni og bætti við að þegar nauðsynlegar umbætur á lagaumgjörð hafi verið gerðar og rekstur Íslandspósts verði orðinn betri sé engin ástæða til að ríkið eigi fyrirtækið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hitamálið Hálendisþjóðgarður – gæti orðið ríkisstjórninni mjög erfitt

Hitamálið Hálendisþjóðgarður – gæti orðið ríkisstjórninni mjög erfitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurjón líkir Bjarna Ben við „gangster“ – „Einhverra hluta vegna kemst hann upp með allan fjárann“

Sigurjón líkir Bjarna Ben við „gangster“ – „Einhverra hluta vegna kemst hann upp með allan fjárann“