fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Eyjan

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. júní 2019 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun  föstudag verða gerðar breytingar á akstursstefnu bíla um Laugaveg, en frá kl. 8.00 verður Laugavegur ekinn til austurs frá Klapparstíg upp að Frakkastíg, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Er þetta í fyrsta skipti sem heimilt verður að keyra upp Laugaveg frá árinu 1932, eða í 87 ár. Athuga skal að ekki verður ekið upp Bankastrætið, heldur aðeins Laugaveg frá Klapparstíg og að Frakkastíg:

„Eins og áður er ekið niður Laugaveg frá Hlemmi, en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg og þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Fram til þessa hafa þeir sem óku niður Laugaveginn þurft að beygja niður Vatnsstíg þar sem göngugötusvæðið byrjaði. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg.

Með breytingu á akstursstefnu um hluta Laugavegar er verið að jafna umferðarflæðið um miðborgina og draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar. Betra er að beina umferð frá Laugavegi niður Frakkastíg að Hverfisgötu en að fá hana upp Klapparstíg að Skólavörðustíg. Þá er minni hætta á að ökumenn aki í ógáti inn á göngusvæðið.“

Til að vekja athygli á breytingunni hefur verið málaður litríkur hringur á gatnamót Laugavegar og Frakkastígs.  Ökumenn sem vilja komast nær verslun og þjónustu á Laugavegi neðan við Frakkastíg aka nú upp Klapparstíg frá Hverfisgötu.

Umferðamerkingar verða settar upp nú í vikunni og afhjúpaðar á föstudagsmorgun. Tillaga um þessa breyttu tilhögun umferðar var samþykkt af skipulags- og samgönguráði í byrjun apríl og samþykkt af lögreglustjóra og auglýst í stjórnartíðindum 29.apríl 2019.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar greinir siðblindu

Jón Steinar greinir siðblindu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“