fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Hvalárvirkjun fær grænt ljós – Undirbúningsrannsóknir geta hafist

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. júní 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hreppsnefnd Árneshrepps getur nú auglýst deiliskipulagstillögu vegna Hvalárvirkjunar á nýjan leik en Skipulagsstofnun hefur tilkynnt hreppnum með bréfi að stofnunin geri ekki athugasemdir við auglýsingu skipulagsins. Um leið og auglýsing birtist í Stjórnartíðindum öðlast skipulagið gildi og í framhaldinu getur Árneshreppur gefið út framkvæmdaleyfi til VesturVerks vegna undirbúningsrannsókna við Hvalá.“

Þetta segir á heimasíðu Vesturverks, sem sér um að reisa Hvalárvirkjun, sem hefur orðið að miklu deiluefni milli umhverfissinna og þeirra sem vilja aukið rafmagnsöryggi á Vestfjörðum.

Hvalárvirkjun er í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar um nýtingu orkuauðlinda Íslands. Áætluð stærð Hvalárvirkjunar er um 55 MW í uppsettu afli með 5.818 klst. nýtingartíma á ári og orkugetu upp á 330 Gwh á ári. Með tengingu til Ísafjarðar er Hvalárvirkjun talin sá virkjunarkostur á Vestfjörðum sem tryggir orkuöryggi Vestfirðinga best, segir á síðu Vesturverks.

Á heimasíðunni er ferlinu sem nú tekur við lýst og því sem á undan hefur gengið:

Langt og strangt ferli

Ferill þessa máls er langur og strangur en skemmst er að minnast þess þegar sama deiliskipulagstillaga birtist í Stjórnartíðindum um miðjan október á síðasta ári – tveimur dögum of seint. Ekki má líða meira en eitt ár frá því að umsagnarfrestur um skipulag rennur út þar til það öðlast gildi með auglýsingu. Því varð að hefja umsagnarferlið um deiliskipulagstillöguna á nýjan leik með tilheyrandi töfum og kostnaði. Hefur allt verkefnið nú tafist um allt að níu mánuði, ef talið er frá þeim tíma þegar Skipulagsstofnun gaf grænt ljós á skipulagið í fyrri umferð síðastliðið haust.

Undirbúningsrannsóknir næsta skref

Deiliskipulagið nú nær yfir framkvæmdir vegna undirbúningsrannsókna fyrir Hvalárvirkjun, en ekki framkvæmdir við virkjunina sjálfa. Þær fara í skipulagskynningarferli á næstu vikum. Sá hluti sem nú er til auglýsingar fjallar um vinnuvegi, starfsmannabúðir fyrir allt að 30 manns, vinnusvæði, fyrirkomulag rannsókna og efnistöku- og haugsvæði. Eins og fram kemur í bréfi Skipulagsstofnunar voru örfáar breytingar gerðar á skipulaginu við samþykkt hreppsnefndar í mars síðastliðnum, flestar til frekari skýringar en einnig var settur ítarlegri fyrirvari um fornleifaskráningu sem eftir er að gera á hluta framkvæmdasvæðisins.

Fjögurra vikna dráttur

Í úrskurði sínum biðst Skipulagsstofnun velvirðingar á því að dregist hafi að yfirfara deiliskipulagið og segir það skýrast af verkefnaálagi og tímabundinni manneklu hjá stofnunni. Skipulagsstofnun ber að afgreiða erindi sem þessi innan þriggja vikna frá því að öll gögn hafa borist. Sjö vikur eru liðnar frá því að Árneshreppur skilaði öllum gögnum inn og hefur því afgreiðsla Skipulagsstofnunar tafist um fjórar vikur.

Sótt um framkvæmdaleyfi

Næstu skref eru þau að hreppsnefnd Árneshrepps auglýsir skipulagið í B-deild Stjórnartíðinda og að því búnu getur hreppsnefnd tekið fyrir umsókn VesturVerks um framkvæmdaleyfi á grundvelli hins nýja skipulags. Þegar framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út er hægt að hefja undirbúning en óvíst er hvort sumarið nýtist til margra hluta þar sem veður norður í Árneshreppi geta verið válynd, jafnvel snemma að hausti og því ekki hægt að sjá fyrir hversu lengi fram eftir hausti verður hægt að halda vinnuhópum við störf. Fyrst verður hafist handa við lagfæringar á veginum úr Norðurfirði í Ófeigsfjörð ásamt því að koma upp brú yfir Hvalá.

Sjá einnig:Friðlýsing og virkjun geta ekki farið saman“

Sjá einnigAndri Snær um Hvalárvirkjun:„Auðvelt að rugla saman grunnþörf almennings og braski auðmanna sem eru að selja orkuna í eitthvað kjaftæði“

Sjá einnigHvalá:stórstígar framfarir fyrir Vestfirðinga

Sjá einnigSegir ólíklegt að ákvörðun um Hvalárvirkjun verði hnikað

Sjá einnigHvað mun Hvalárvirkjun hafa í för með sér ? Sjáðu myndbandið frá Landvernd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins