fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Málþóf Miðflokksins tefur störf þingsins um viku

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. maí 2019 11:05

Sigmundur Davíð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hafa þingmenn Miðflokksins sett hvert málþófsmetið á fætur öðru í umræðum um þriðja orkupakkann á liðnum dögum, sem tafið hefur störf þingsins um eina viku, samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, sem sá sér ekki annað fært að að biðla auðmjúklega til þingmanna Miðflokksins í síðustu viku um að vinsamlegast virða frelsi annarra þingmanna til að ræða önnur brýn mál.

Málþóf kallast það þegar þingmaður eða þingmenn í löggjafarþingi reyna að hindra kosningu um frumvarp. Ein leið til þess er að draga umræður um frumvarpið á langinn með ræðuhöldum þangað til að flytjendur þess gefast upp á umræðunum og draga frumvarpið til baka.

Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, sagði í ræðu sinni á Hátíð Jóns Sigurðssonar, sem haldin var í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í apríl, að það væri reginmisskilningur að málþóf væri helsta vopn stjórnarandstöðunnar og sagði réttast að leggja það af.

Málþóf eru ekki leyfð í Bretlandi og á Norðurlöndunum. Þau þekkjast þó víða um heim sem og á Íslandi, en Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, rifjar upp nokkur fræg málþóf á Facebook-síðu sinni um helgina:

„Auk Íslands er helsta dæmið um málþóf bandaríska Öldungadeildin. Frægasta og lengsta málþóf (filibustering) sögunnar átti sér stað 1964, þegar nokkrir Suðurríkjaþingmenn töfðu atkvæðagreiðslu um frumvarp um mannréttindi svertingja (civil rights act) í 60 daga. Þá loks samþykkti deildin að stoppa málþófið, en til þess þurfti samþykki 2/3 deildarmanna. Mikill meirihluti studdi sjálft frumvarpið.

  • Á Íslandi var málþófi td. beitt um EES samninginn 1993. Umræður á Alþingi þá voru miklu lengri en í norska, sænska og finnska þinginu. En í gegn fór frumvarpið.
  • 1973 eða 4 flutti Sverrir Hermannsson maraþonræðu gegn því að fella niður z. Það málþóf skilaði engum árangri.
  • 1998 talaði Jóhanna Sigurðardóttir í 12 tíma samfleytt gegn breytingum á húsnæðislöggjöf. Það er málþófsmet í einni ræðu. En stoppaði ekki lagafrumvarpið.
  • 2006 setti stjórnarandstaða á málþóf gegn vatnalögum. Hætti því þegar stjórnin féllst á að þó lögin yrðu samþykkt tækju þau ekki gildi fyrr en eftir kosningar 2007.
  • Vorið 1913 beitti Sjálfstæðisflokkur árangursríku málþófi gegn stjórnarskrárfrumvarpi, svo það komst ekki til atkvæða. Það hefur ekki komist til atkvæða enn.

Alþingi getur samþykkt að stoppa málþóf. Því ákvæði hefur sjaldan verið beitt. Kannski verður breyting á því núna, ef Miðflokkur heldur málþófinu áfram … „

Ás í ermi

Egill Helgason, fjölmiðlamaður, segir í pistli á Eyjunni að slíkt úrræði sé eitthvað sem enginn stjórnmálaflokkur vilji láta virkja, þar sem allir vilji geta gripið til málþófs þegar í harðbakkann slær:

„En málið er að stjórnmálaflokkarnir vilja allt til vinna að nota ekki þetta úrræði. Ástæðan er náttúrlega fyrst og fremst sú að þeir vilja eiga þennan möguleika uppi í erminni, að geta tekið þingið í gíslingu með málflaumi. /

En flokkarnir vilja semsagt ekki afsala sér því vopni sem málþófið er og því er kjarnorkuákvæðið ekki notað – og svo er það hin skýringin á að málþófið er ekki stöðvað. Þá gætu Miðflokksmenn litið út eins og píslarvottar sem eru beittir því skelfilega óréttlæti að þaggað er niður í þeim í þinginu. Og því vill forseti þingsins frekar nota það úrræði að lengja þingfundi í þeirri von að málþófsmönnum þrjóti örendið – segir í fréttum í dag að sumir þeirra hafi haldið 24 ræður um orkupakkann.“

Sjá einnig: Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum

Sjá einnig: Skrifstofustjóri Alþingis vill banna málþóf:„Á ekkert skylt við málfrelsi, ekki frekar en nauðgun við kynfrelsi“

Sjá einnig: Hví er kjarnorkuákvæðinu ekki beitt gegn málþófi Miðflokksins?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus