fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
Eyjan

Bjarni minnist afmælis Sjálfstæðisflokksins – í Fréttablaðinu

Egill Helgason
Laugardaginn 25. maí 2019 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og eitt stærsta nafnið í sögu hans hefur nú ritstýrt Morgunblaðinu í áratug. Núverandi formaður flokksins, sem hefur gengt embætti um það bil jafn lengi, skrifar grein í dag í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins.

En nú ber svo við að grein Bjarna Benediktssonar í tilefni af afmælinu birtist ekki í Morgunblaðinu, ekki í þessu blaði sem hefur átt svo langa samfylgd með Sjálfstæðisflokkinn og hefur sjálfan Davíð Oddsson að ritstjóra. Nei, hún birtist í Fréttablaðinu.

Greinin ber heitið Kjölfesta í 90 ár og þar er meðal annars lögð áhersla á að Sjálfstæðisflokkurinn sé „alþjóðlega sinnaður framfaraflokkur“. Þar er Davíðs Oddssonar reyndar getið fyrir verk snemma á stjórnmálaferli sínum. En ætli sé nokkuð ofmælt að núorðið standi þessi fyrrverandi forsætisráðherra næst Miðflokknum ef ráða má af skrifum hans.

Markmiðið í upphafi var að Íslendingar yrðu þjóð meðal þjóða. Alþjóðaviðskipti og alþjóðleg samvinna hefur verið og verður einn af hornsteinum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn rutt brautina fyrir það alþjóðasamstarf sem skipt hefur þjóðina hvað mestu. Ólafur Thors var forsætis- og utanríkisráðherra þegar Ísland sótti um aðild að Sameinuðu þjóðunum, Bjarni Benediktsson var utanríkisráðherra þegar Ísland gekk í NATO og forsætisráðherra þegar við gerðumst aðilar að EFTA. Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var gerður. Afstaða okkar sjálfstæðismanna til alþjóðlegrar samvinnu hefur alltaf verið skýr og einörð. Við höfum staðið vörð um fullveldið og nýtt þá möguleika sem sjálfstæðið gefur okkur í alþjóðlegu samstarfi.

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929 þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn runnu saman. Er hugsanlegt að aftur sé að gliðna milli þessara hugmyndastrauma? Af grein Bjarna finnst manni að megi ráða að hann taki sér stöðu með arfleifð hinna frjálslyndu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Stjórnarmynstrið gengur ekki upp

Björn Jón skrifar: Stjórnarmynstrið gengur ekki upp
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur“

„Líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Framtíð menntunar

Framtíð menntunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Niðurnítt umhverfi og slysagildrur í Öldutúnsskóla – „Undra mig á því að það líðist að hafa umhverfi barna svona“

Niðurnítt umhverfi og slysagildrur í Öldutúnsskóla – „Undra mig á því að það líðist að hafa umhverfi barna svona“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Auglýsing Vinstri Grænna í Hafnarfirði vekur athygli – „Setjum X við D“

Auglýsing Vinstri Grænna í Hafnarfirði vekur athygli – „Setjum X við D“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stóra undirskriftamálinu vísað til héraðssaksóknara – „Þetta er bara orð á móti orði“

Stóra undirskriftamálinu vísað til héraðssaksóknara – „Þetta er bara orð á móti orði“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Steinar gáttaður eftir samtal við þingmann – „Það er eins og þeir haldi að almenningur sem fylgist með sé sauðheimskur“ 

Jón Steinar gáttaður eftir samtal við þingmann – „Það er eins og þeir haldi að almenningur sem fylgist með sé sauðheimskur“