fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Eyjan

Bjarni minnist afmælis Sjálfstæðisflokksins – í Fréttablaðinu

Egill Helgason
Laugardaginn 25. maí 2019 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og eitt stærsta nafnið í sögu hans hefur nú ritstýrt Morgunblaðinu í áratug. Núverandi formaður flokksins, sem hefur gengt embætti um það bil jafn lengi, skrifar grein í dag í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins.

En nú ber svo við að grein Bjarna Benediktssonar í tilefni af afmælinu birtist ekki í Morgunblaðinu, ekki í þessu blaði sem hefur átt svo langa samfylgd með Sjálfstæðisflokkinn og hefur sjálfan Davíð Oddsson að ritstjóra. Nei, hún birtist í Fréttablaðinu.

Greinin ber heitið Kjölfesta í 90 ár og þar er meðal annars lögð áhersla á að Sjálfstæðisflokkurinn sé „alþjóðlega sinnaður framfaraflokkur“. Þar er Davíðs Oddssonar reyndar getið fyrir verk snemma á stjórnmálaferli sínum. En ætli sé nokkuð ofmælt að núorðið standi þessi fyrrverandi forsætisráðherra næst Miðflokknum ef ráða má af skrifum hans.

Markmiðið í upphafi var að Íslendingar yrðu þjóð meðal þjóða. Alþjóðaviðskipti og alþjóðleg samvinna hefur verið og verður einn af hornsteinum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn rutt brautina fyrir það alþjóðasamstarf sem skipt hefur þjóðina hvað mestu. Ólafur Thors var forsætis- og utanríkisráðherra þegar Ísland sótti um aðild að Sameinuðu þjóðunum, Bjarni Benediktsson var utanríkisráðherra þegar Ísland gekk í NATO og forsætisráðherra þegar við gerðumst aðilar að EFTA. Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var gerður. Afstaða okkar sjálfstæðismanna til alþjóðlegrar samvinnu hefur alltaf verið skýr og einörð. Við höfum staðið vörð um fullveldið og nýtt þá möguleika sem sjálfstæðið gefur okkur í alþjóðlegu samstarfi.

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929 þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn runnu saman. Er hugsanlegt að aftur sé að gliðna milli þessara hugmyndastrauma? Af grein Bjarna finnst manni að megi ráða að hann taki sér stöðu með arfleifð hinna frjálslyndu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásakanir um kynferðisofbeldi valda titringi innan Sjálfstæðisflokksins – „Ástæðan fyrir því að fólk tekur ekki þátt í pólitík!“

Ásakanir um kynferðisofbeldi valda titringi innan Sjálfstæðisflokksins – „Ástæðan fyrir því að fólk tekur ekki þátt í pólitík!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Silfrið: Brostin samstaða um sóttvarnir og feluleikir Svandísar og Þórólfs – „Hann vildi bara ekkert fá þetta í Landsrétt“

Silfrið: Brostin samstaða um sóttvarnir og feluleikir Svandísar og Þórólfs – „Hann vildi bara ekkert fá þetta í Landsrétt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum
Farsóttarfangelsið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynjar svarar skotum Kára – Segir ferðina ekki hafa verið að óþörfu – „Hluti af óstjórnlegu frekjukasti“

Brynjar svarar skotum Kára – Segir ferðina ekki hafa verið að óþörfu – „Hluti af óstjórnlegu frekjukasti“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Birtir opið bréf til Kára vegna Kastljóssviðtalsins – „Hvet þig til að íhuga orð mín“

Birtir opið bréf til Kára vegna Kastljóssviðtalsins – „Hvet þig til að íhuga orð mín“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Lögleiðum ölvunarakstur“ segir Karen – „Þessi áróður um ölvunarakstur minnir mig á umræðuna um hryðjuverk“

„Lögleiðum ölvunarakstur“ segir Karen – „Þessi áróður um ölvunarakstur minnir mig á umræðuna um hryðjuverk“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andrés segir Pál hafa skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir úti í kuldanum – Hvað mun gerast í Suðurkjördæmi?

Andrés segir Pál hafa skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir úti í kuldanum – Hvað mun gerast í Suðurkjördæmi?