fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Lilja Dögg heimsótti skrifstofu Cooori í Tókýó

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. maí 2019 17:00

Á starfsstöð Cooori í Tókýó. Dr. Arnar Þór Jensson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti skrifstofur Cooori í Tókýó í liðinni viku en hún var þá í opinberri heimsókn í Japan. Í heimsókn sinni fékk ráðherra kynningu á starfsemi fyrirtækisins og hugmyndafræði.

Cooori, sem er alfarið í eigu Íslendinga, hefur frá árinu 2009 þróað gervigreindarhugbúnað til kennslu á erlendum tungumálum á netinu. Með því að safna og geyma gögn um minnisgetu, námsframvindu og hæfni hvers notenda fyrir sig getur hugbúnaðurinn sérsniðið námsefni fyrir hvern nemanda og þar með hámarkað námsárangur á sem skemmstum tíma.

Íslenskt kennsluefni

Stjórn félagsins hefur mikinn áhuga á að sinna verkefnum á Íslandi, þar sem hugbúnaður þess gæti nýst, og í því sambandi viðraði stofnandi félagsins áhuga þess við ráðherra á að þróa sérsniðið og skilvirkt kennsluefni fyrir íslenskukennslu er byggir á hugbúnaði Cooori.

Starfsfólk Cooori hefur síðustu tvö ár unnið að þróun gervigreindar í nánu samstarfi við Toyota Technological Institute í Chicago. Afrakstur þess samstarfs sem og áralöng ötul vinna þróunarteymis félagsins er hugbúnaður sem unnt er að nota við kennslu áhvaða námsefni sem er, en með margfalt betri árangri en almennt þekkist.

Mikill uppgangur

Á einu ári hefur sala fyrirtækisins meira en tífaldast sem ber ekki einungis vitni um samkeppnishæfni og tækni vörunnar sjálfrar heldur er það einnig staðfesting á góðri þjónustu fyrirtækisins við fyrirtæki á einum kröfuharðasta markað heims. Helstu viðskiptavinir Cooori eru japönsk stórfyrirtæki, s.s. Japan Airlines, Itochu, Toyota, Toshiba og Panasonic, svo fáein séu nefnd.

Þótt helsti starfsvettvangur fyrirtækisins í dag sé Japan, á Cooori rætur sínar að rekja til Íslands. Allir hluthafar þess eru íslenskir en þeirra stærstir eru Eyrir Sprotar og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

Fyrirtækinu er stjórnað af Íslendingum sem hafa búið í Japan í áraraðir, frumkvöðlinum dr. Arnari Þór Jenssyni, stofnanda og yfirmanni þróunar og dr. Eyþóri Eyjólfssyni forstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus