fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Eyjan

Telur Áslaugu eiga að leita til sálfræðings í stað þess að sækjast eftir æðsta frama

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 15:59

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið milli tannanna á Ragnari Önundarsyni síðustu misserin. Eyjan greindi frá því þegar Ragnar, fyrrverandi bankastjóri Iðnaðarbankans, sagði hana vera „sætan krakka“ og að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið heppinn í sínum kvennamálum.

Taldi Áslaug að áhugi Ragnars á sér væri óeðlilegur, en hann hafði fyrir tveimur árum gagnrýnt mynd sem hún birti á samfélagsmiðlum.

Ætti frekar að leita til sálfræðings

Eyjan greindi einnig frá því að Áslaug sagðist í viðtali á útvarpi 101, í þættinum Þegar ég verð stór, að hún vildi einn daginn verða forsætisráðherra.

Sú frétt er tilefni eftirfarandi skrifa Ragnars í gær:

„Af hverju liggur svona mikið á ? Þeir sem sækjast eftir æðsta frama á ungum aldri eiga ekki að fara á þing, þeir eiga að fara til sálfræðings.“

Var bankastjóri 32 ára

Áslaug Arna er 28 ára og var kosin á þing árið 2016. Hún er yngsti starfandi þingmaðurinn.

Í athugasemdakerfi Ragnars er hann spurður hversu gamall hann hafi verið þegar hann varð bankastjóri:

„Ég varð bankastjòri 32 ára. Það kom ekki til af góðu, dauðsfall fyrirrennara. Það var ansi snemma, en með góðra manna hjálp blessaðist þetta.“

Sjá einnigRagnar gerði það aftur:„Glæsilegasta konan er varaformaður og sætasti krakkinn ritari“

Sjá einnig: Áslaug Arna um „óeðlilegan áhuga Ragnars:„Hvað næst? #ekkiveraragnar“

Sjá einnig: Ragnar útskýrir ummæli sín:„Nokkrar viðkvæmar sálir hafa hrokkið í varnarstöðu“

Sjá einnig: Ragnar um Sjálfstæðisflokkinn:„Ekki beinlínis verið heppinn í sínum ,,kvennamálum” í seinni tíð, er það?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður greindist með COVID-19 – Alþingi meðvitað um stöðuna

Þingmaður greindist með COVID-19 – Alþingi meðvitað um stöðuna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi segir fulla ástæðu til að rasskella aðra fulltrúa – „Svona hefur þetta verið um langt árabil“

Bæjarfulltrúi segir fulla ástæðu til að rasskella aðra fulltrúa – „Svona hefur þetta verið um langt árabil“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gefur lítið fyrir auglýsingaherferð – „Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna“

Gefur lítið fyrir auglýsingaherferð – „Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Erlendir ferðamenn skiluðu 11 til 13 milljörðum í sumar – Innlend neysla bætti upp tekjutapið

Erlendir ferðamenn skiluðu 11 til 13 milljörðum í sumar – Innlend neysla bætti upp tekjutapið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sökklar steyptir undir smáhýsi í Gufunesi fyrir fólk í vímuefnavanda – Íbúar í Grafarvogi deila á framkvæmdirnar

Sökklar steyptir undir smáhýsi í Gufunesi fyrir fólk í vímuefnavanda – Íbúar í Grafarvogi deila á framkvæmdirnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi húsnæði fyrir heimilislausa til leigu – Þrjú hús og 30 herbergi

Fyrrverandi húsnæði fyrir heimilislausa til leigu – Þrjú hús og 30 herbergi