fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Dómara til starfa á ný

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 10:03

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar:

Hinn 21. maí s.l. gekk í Hæstarétti dómur í máli, þar sem reyndi á heimild til endurupptöku á sakamáli sem Hæstiréttur hafði hafnað að vísa frá dómi haustið 2010 og kveðið svo upp efnisdóm í snemma árs 2013. Efnislega snerist málið um hvort heimilt hafi verið að ákveða hinum ákærðu refsingu fyrir undanskot frá skatti með dómi, þegar fyrir lægi að skattayfirvöld hefðu áður lagt sektir á ákærðu vegna sama undanskots. Hinn 18. maí 2017 hafði Mannréttindadómstóll Evrópu kveðið upp dóm í máli ákærðu um að óheimilt hefði verið að gera þeim á þennan hátt refsingu tvívegis vegna sama brots. Að svo búnu féllst endurupptökunefnd á að dómsmálið skyldi endurupptekið. Gekk dómur Hæstaréttar, eins og áður sagði 21. maí s.l. (mál nr. 12/2018). Með dóminum var kröfu sakborninga um endurupptöku synjað og málinu vísað frá Hæstarétti.

Í forsendum dómsins segir m.a. svo:

„Mannréttindasáttmálanum hefur eins og áður er fram komið verið veitt lagagildi hér á landi, […] og hefur stöðu almennrar löggjafar. Í 2. gr. laga nr. 62/1994 er tekið fram að úrlausnir mannréttindanefndar Evrópu, Mannréttindadómstóls Evrópu og ráðherranefndar Evrópuráðsins séu ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Leggja verður til grundvallar að með þessu hafi íslenski löggjafinn áréttað að þrátt fyrir lögfestingu mannréttindasáttmálans sé hér á landi byggt á grunnreglunni um tvíeðli landsréttar og þjóðaréttar. Þótt íslenskir dómstólar líti til dóma mannréttindadómstólsins við skýringu mannréttindasáttmálans, þegar reynir á ákvæði hans sem hluta af landsrétti, leiðir af framangreindri skipan að það er hlutverk Alþingis, innan valdmarka sinna samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar, að gera þær breytingar á lögum sem þarf til að virða þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt mannréttindasáttmálanum. Fælist í niðurstöðu dómstóla að þeir hefðu með lögskýringu í reynd mælt fyrir um lagabreytingar í þeim tilgangi færu þeir út fyrir þau mörk sem stjórnlög setja valdheimildum þeirra, sbr. 2. gr. og 1. málslið 61. gr. stjórnarskrárinnar.“

Hér er í reynd staðfest sú afstaða sem fram hafði komið áður í dómum Hæstaréttar um réttaráhrif dóma MDE hér innanlands. Þeir hafa einfaldlega ekki bein réttaráhrif.

Að fenginni þeirri staðfestingu ættu yfirvöld dómsmála í landinu að láta nú af undirgefni sinni við gersamlega ótækan dóm MDE á dögunum. Þar hafði verið komist að þeirri niðurstöðu, að einn hinna fjögurra dómara í Landsrétti sem ráðherra hafði sjálfur gert tillögu um til Alþingis og Alþingi staðfest, hefði ekki réttilega verið skipaður dómari samkvæmt 6. gr. Mannréttindasáttmálans. Sá dómur hefur einfaldlega engin réttaráhrif á Íslandi. Viðbrögðin hljóta að verða þau að setja nú þegar dómarana fjóra til starfa sinna í Landsrétti.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins