fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

„Samkeppniseftirlitið er versta stjórnvald landsins“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2019 14:15

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri Iðnaðarbankans sáluga, vanda Samkeppniseftirlitinu ekki kveðjurnar, en hann telur stofnunina stuðla að fákeppni með því að leyfa samruna olíufélaga og smávöruverslana:

„Hagar keyptu Olís. Skeljungur og 10-11 sameinast. N1 tók Krónuna / Nóatún yfir. Viðbrögð fákeppnisfélaga við alvöru samkeppni (Costco) er aukin fàkeppni. Samkeppniseftirlitið samþykkir með skilyrðum sem fljótt gleymast.“

Ofurskattur væri nær lagi

Hann kennir máttleysi Samkeppniseftirlitsins um að fákeppni ríki á öllum helstu sviðum viðskiptalífsins og kallar eftir því að settur verði á ofurskattur:

„Samkeppnisyfirvöld klóra sèr í hausnum, aðgerðalaus, úrræðalaus, máttlaus. Þau eru ,,fangar“ fyrri ákvarðana, sem skapa fordæmi: Þau hafa starfað í 25 ár undir tveimur nöfnum, kennitölum og forstjórum. Samkeppnisstofnun og Samkeppniseftirlit. Samrunar og yfirtökur hafa næstum alltaf hlotið samþykki. Fákeppni rîkir á öllum helstu sviðum viðskiptalífsins. Handleiðsla samkeppnisyfirvalda hefur ekki verið í þágu neytenda. Sífellt er verið að samþykkja aukna fákeppni (samruna), en afleiðingin er samráð eða lærð hegðun sem er neytendum skaðleg. Hinir fáu eigendur fákeppnisfélaganna hirða árlegan gulltryggðan arð sem skattlagður er 20%. Nær væri að setja ofurskatt á sjálftökugróðann sem hluthafarnir fá í arð. Eitthvað þarf að gera svo fákeppnisrekstur verði óhagkvæmur fyrir hluthafana.“

Samkeppniseftirlitið ógilti á dögunum samruna Samkaupa og Basko verslana ehf sem það hafði áður samþykkt, þar sem samruninn hefði raskað samkeppni á Akureyri og Reykjanesbæ. Basko á og rekur verslanir Iceland og 10-11.

Þá má geta þess að samtals nema sektir Samkeppniseftirlitsins um 8.6 milljörðum króna í 81 máli frá 2001 til 2018, líkt og Eyjan hefur áður fjallað um.

Sjá nánar: Sektir Samkeppniseftirlitsins nema rúmlega 8,6 milljörðum – Síminn hf. oftast sektaður

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna