fbpx
Mánudagur 14.október 2019  |
Eyjan

„Samkeppniseftirlitið er versta stjórnvald landsins“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2019 14:15

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri Iðnaðarbankans sáluga, vanda Samkeppniseftirlitinu ekki kveðjurnar, en hann telur stofnunina stuðla að fákeppni með því að leyfa samruna olíufélaga og smávöruverslana:

„Hagar keyptu Olís. Skeljungur og 10-11 sameinast. N1 tók Krónuna / Nóatún yfir. Viðbrögð fákeppnisfélaga við alvöru samkeppni (Costco) er aukin fàkeppni. Samkeppniseftirlitið samþykkir með skilyrðum sem fljótt gleymast.“

Ofurskattur væri nær lagi

Hann kennir máttleysi Samkeppniseftirlitsins um að fákeppni ríki á öllum helstu sviðum viðskiptalífsins og kallar eftir því að settur verði á ofurskattur:

„Samkeppnisyfirvöld klóra sèr í hausnum, aðgerðalaus, úrræðalaus, máttlaus. Þau eru ,,fangar“ fyrri ákvarðana, sem skapa fordæmi: Þau hafa starfað í 25 ár undir tveimur nöfnum, kennitölum og forstjórum. Samkeppnisstofnun og Samkeppniseftirlit. Samrunar og yfirtökur hafa næstum alltaf hlotið samþykki. Fákeppni rîkir á öllum helstu sviðum viðskiptalífsins. Handleiðsla samkeppnisyfirvalda hefur ekki verið í þágu neytenda. Sífellt er verið að samþykkja aukna fákeppni (samruna), en afleiðingin er samráð eða lærð hegðun sem er neytendum skaðleg. Hinir fáu eigendur fákeppnisfélaganna hirða árlegan gulltryggðan arð sem skattlagður er 20%. Nær væri að setja ofurskatt á sjálftökugróðann sem hluthafarnir fá í arð. Eitthvað þarf að gera svo fákeppnisrekstur verði óhagkvæmur fyrir hluthafana.“

Samkeppniseftirlitið ógilti á dögunum samruna Samkaupa og Basko verslana ehf sem það hafði áður samþykkt, þar sem samruninn hefði raskað samkeppni á Akureyri og Reykjanesbæ. Basko á og rekur verslanir Iceland og 10-11.

Þá má geta þess að samtals nema sektir Samkeppniseftirlitsins um 8.6 milljörðum króna í 81 máli frá 2001 til 2018, líkt og Eyjan hefur áður fjallað um.

Sjá nánar: Sektir Samkeppniseftirlitsins nema rúmlega 8,6 milljörðum – Síminn hf. oftast sektaður

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skrítið val – hálfgleymdur og umdeildur höfundur fær Nóbelinn

Skrítið val – hálfgleymdur og umdeildur höfundur fær Nóbelinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kallar eftir aukinni aðstoð fyrir barnaníðinga – „Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni“

Kallar eftir aukinni aðstoð fyrir barnaníðinga – „Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

MMR: Framsókn, Píratar og VG missa fylgi – Miðflokkurinn á góðri siglingu

MMR: Framsókn, Píratar og VG missa fylgi – Miðflokkurinn á góðri siglingu