fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Eyjan

Brynjar úrvinda: „Maður var ekki glæsilegur eftir nóttina“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2019 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og vonbiðill um embætti dómsmálaráðherra, er ekki ánægður með framvindu mála í tengslum við umræðuna um þriðja orkupakkann.

Umræðan hófst í þinginu á þriðjudag og var svo haldið áfram á miðvikudaginn þar sem þingfundur stóð til klukkan 06:10. Umræðan hélt svo áfram og má segja að þingmenn Miðflokksins hafi verið áberandi í umræðunni en þá stigu þingmenn flokksins 251 sinni í pontu í gær á meðan þingmenn annarra flokka stigu alls 36 sinnum í pontu.

„Maður var ekki glæsilegur eftir nóttina,“ segir Brynjar í samtali við DV. „Maður var orðinn hálf furðulegur og sólarhringurinn kominn í rugl. Það er heldur ekki eins og maður hafi verið að hlusta á eitthvað nýtt í hvert sinn.“

Brynjar telur ákvörðunina vera rétta að gefa þingmönnum örlítinn tíma í viðbót ef einhverjir eiga eftir að tjá sig meira en segir hann málið annars útrætt. „Það er ekki gott að sitja í forstöðustól heilu næturnar,“ segir Brynjar.

Á veraldarvefnum hafa margir hverjir bent á þreytulega útgang þingmanna og þá sérstaklega Brynjars. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fjölmiðlakona og þingmaður, er á meðal þeirra. Hún skrifar:

„Þetta myndi ég kalla mjöööög súrt partý… tveir sofandi en einn svellhress og lætur móðan mása“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Frosti Sigurjóns varar við bólusetningum barna

Frosti Sigurjóns varar við bólusetningum barna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Enn vinda mál Borisar partíljóns upp á sig – Partí kvöldið fyrir útför drottningarmannsins

Enn vinda mál Borisar partíljóns upp á sig – Partí kvöldið fyrir útför drottningarmannsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þau fá listamannalaun árið 2022 – 785 milljónir í boði fyrir 236 listamenn – Sjáðu nöfnin

Þau fá listamannalaun árið 2022 – 785 milljónir í boði fyrir 236 listamenn – Sjáðu nöfnin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fordæma hatur og rasisma í garð Lenyu Rúnar – „Má ekki viðgangast átölulaust“

Fordæma hatur og rasisma í garð Lenyu Rúnar – „Má ekki viðgangast átölulaust“