fbpx
Fimmtudagur 17.október 2019  |
Eyjan

Þetta er maðurinn sem Þorgerður Katrín líkti Miðflokknum við – „Ótti er góð­ur. Ótti lætur þig taka málin í eigin hend­ur“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. maí 2019 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ákveðnar áhyggjur af því að ákveðin aðferðafræði sé að ná tökum á okkar samfélagi. Ég hef kallað þetta Bannon-væðingu. Við erum að upplifa það að íslenskir Steven Bannonar eru að spretta upp hér þar sem er beinlínis og markvisst verið að afvegaleiða umræðuna. Það er verið að halda fram rangfærslum nógu lengi til að sá efasemdarfræjum hjá fólki á grunni ótta.“

Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. En hver er þessi Steve Bannon ?

Maðurinn á bak við Donald Trump

Í stuttu máli er Bannon maðurinn sem kom Donald Trump í embætti Bandaríkjaforseta, var kosningastjóri hans og gerðist helsti ráðgjafi hans í Hvíta húsinu. Hefur hann verið kallaður gáfaða útgáfan af Trump, en Bannon hætti sumarið 2017 eftir uppþotin í Charlottesville, og ummæli hans um son og tengdason Donald Trump, sem í bókinni Fire and Fury: Inside the Trump White House, Bannon sagði þá Trump yngri og Jared Kushner, vera landráðsmenn.

Hóf hann í kjölfarið störf hjá fréttamiðlinum Breitbart, hægriöfgafréttaveitunnar, sem hann tók þátt í að stofna árið 2007. Þar hætti hann síðan í fyrrasumar.

Sjóherinn og Seinfeld

Bannon ólst upp hjá írsk/bandarískri verkamannafjölskyldu sem var höll undir demókrataflokkinn, verkalýðshreyfinguna og kaþólska trú og umgengust þeldökka og gyðinga, þrátt fyrir að vera nokkuð íhaldssöm fjölskylda.

Bannon fór í sjóherinn en tók einnig mastersgráðu í alþjóðasamskiptum. Hann gerðist mikill stuðningsmaður Ronald Reagan árið 1980 og hægristefnu hans. Bannon fékk boð um að fara í stjórnmál, en í kjölfar MBA gráðu við Harvard fékk hann stöðu hjá fjárfestingarbankanum Goldman Sachs til ársins 1990 er hann stofnaði eigin banka ásamt félögum sínum, Bannon & Co. Þar fjárfesti hann í ýmsu tengdu skemmtanaiðnaðinum, og stóð meðal annars að framleiðslu Seinfeld þáttanna geysivinsælu.

Árið 1998 seldi hann hlut sinn í fyrirtækinu og hóf sjálfur framleiðslu og leikstjórn kvikmynda sem þóttu hallar undir hægrið, myndir um Ronald Reagan og Söruh Palin til dæmis, sem og gagnrýnar myndir um innflytjendamál og ríkisbáknið. Til marks um hversu langt til hægri Bannon var, þá taldi hann George W. Bush ekki vera nægilega hægrisinnaðan, heldur hluta ef elítunni, sem væri hluti af vandamálinu, en ekki lausninni.

Kristinn Haukur Guðnason skrifaði ítarlega um Bannon og kosningabaráttuna fyrir Kjarnann árið 2016 og er hluti þeirrar umfjöllunar birtur hér að neðan með góðfúslegu leyfi höfundar:

Breit­bart hinn alræmdi jað­ar­mið­ill

„Andrew Breit­bart var mjög íhalds­samur fjöl­miðla­maður sem hafði m.a. skrifað fyrir Was­hington Times og komið að stofnun hins geysi­vin­sæla vefs Huffington Post. En Breit­bart vildi koma á fót sínu eigin vefriti sem yrði yst á jaðr­inum og því stofn­aði hann Breit­bart News árið 2007. Steve Bannon sá þarna tæki­færi og gerð­ist stofn­með­lim­ur. Breit­bart News var bein­línis stofnað til höf­uðs hinnar póli­tísku elítu og þó að gildum Repúblíkana­flokks­ins væri hampað þá fengu margir inn­múr­aðir yfir sig vænar gusur á síð­unni. Stofnun síð­unnar fór saman við upp­gang hinnar svoköll­uðu Teboðs­hreyf­ingar sem óx mikið eftir valda­töku Barack Obama árið 2008. Pópúl­ísk alda var í upp­sigl­ingu og umsvif Breit­bart juk­ust jafnt og þétt. Fréttir á Breit­bart voru gagn­rýnar á stjórn Obama, rík­is­bákn­ið, elít­una, örygg­is­mál, hefð­bundna fjöl­miðla og Hollywood mask­ín­una. Einnig voru þær mjög lit­aðar af kyn­þátta og útlend­inga­hat­ri, kven­fyr­ir­litn­ingu og for­dómum í garð sam­kyn­hneigðra. Oft­ast nær voru for­dóm­arnir sagðir með svoköll­uðum hunda­blístrum, þ.e. með dylgjum og ósögðum athuga­semdum sem les­endur gátu áttað sig á. Í athuga­semda­kerfi vefs­ins sást það svo best hvers konar fólk las vef­inn og þar voru engar hunda­blístr­ur.

Þá voru frétta­menn vefs­ins óvægnir í stuðn­ingi sínum við Ísra­els­ríki sem sást best í því að vef­ur­inn hafði útibú í Jer­úsal­em. Breit­bart, sem sjálfur var gyð­ingur lést úr hjarta­sjúk­dómi ein­ungis 43 ára að aldri árið 2012. Þá steig Bannon fram og tók við stjórn vefs­ins. Við valda­töku Bannon juk­ust for­dómar í garð minni­hluta­hópa og kvenna til muna á vefn­um. Þar sem Breit­bart sjálfs naut ekki við voru gyð­ingar teknir inn í hóp þeirra sem gagn­rýni vefs­ins beind­ist að, enda eru gyð­ingar fyr­ir­ferð­ar­miklir í stjórn­mála, fjár­mála og Hollywood elít­unni. Kyn­þátta­hat­rið var nú orðið stækt á síð­unni og í athuga­semda­kerf­inu og beind­ist það ekki síður gegn gyð­ing­um. Farið var að tala um Breit­bart sem málsvara hinnar svoköll­uðu alt-right hreyf­ing­ar. Sú hreyf­ing varð til á spjall­rásum og athuga­semda­kerfum í afkimum inter­nets­ins og ein­kenn­ist af kven­fyr­ir­litn­ingu og hatri í garð minni­hluta­hópa. Bannon full­yrti sjálfur að Breit­bart væri vett­vangur hreyf­ing­ar­inn­ar.

Hann færði út kví­arnar og opn­aði útibú í Texas og í Lund­únum árið 2014. Við opnun úti­bús­ins í Lund­únum opn­uð­ust augu evr­ópsku pópúlista­flokk­ana fyrir síð­unni og stjórn­mála­menn á borð við Nigel Farage úr UKIP og Mar­ine Le Pen í frönsku Þjóð­fylk­ing­unni sýndu henni stuðn­ing sinn. Með auknum umsvifum síð­unnar varð boð­skap­ur­inn smám saman “normalíser­að­ur” líkt og hægri­menn á borð við Rush Limbaughhöfðu áður gert í útvarpi. Vef­ur­inn var engu að síður ekki mjög stór. Árið 2014 hafði Breit­bart News að með­al­tali um 8 milljón les­endur í Banda­ríkj­un­um.

Meðal fyrirsagna sem Breitbart fréttaveitan birti og þóttu ansi umdeildar eru eftirfarandi: 

Rétt­indi sam­kyn­hneigðra hafa gert okkur heimskari, tími til kom­inn að fara aftur inn í skáp­inn

Getn­að­ar­varn­arpillan gerir konur óaðl­að­andi og heimsk­ar

Hvort myndir þú frekar vilja að barnið þitt fengi femín­isma eða krabba­mein?

Gabby Gif­fords [þing­maður sem varð fyrir morð­til­raun]: Mann­legur skjöldur byssu­and­stæð­inga

Hífum hann upp með stolti: Suð­ur­ríkja­fán­inn kunn­gerir glæsi­lega arf­leið

Klappstýra Trump

„Don­ald Trump til­kynnti fram­boð sitt til for­seta þann 16. júní árið 2015 og fljót­lega fór öll fjöl­miðlaum­fjöllun að snú­ast um hann. Fram að því höfðu Bannon og Breit­bartstutt dyggi­lega við bakið á Ted Cruz, fram­bjóð­anda Teboðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Cruz hafði til­kynnt fram­boð sitt snemma og fengið drottn­ing­ar­við­töl á síð­unni en aðrir fram­bjóð­endur repúblík­ana á borð við Jeb Bush og Marco Rubio fengu tölu­verða gagn­rýni. Trump var þó snemma sýndur í nokkuð jákvæðu ljósi á síð­unni og það reynd­ist Bannon og félögum vel. Heim­sóknir á síð­una tvö­föld­uð­ust á ein­ungis hálfu ári.

Cruz féll smám saman í ónáð hjá Bann­on, sér­stak­lega eftir að hann sam­þykkti frí­versl­un­ar­samn­ing að und­ir­lagi þing­for­set­ans Paul Ryan, sem var svar­inn óvinur Bann­on. Haustið 2015 var óljóst hvorn fram­bjóð­and­ann Breit­bart studdi en í jan­úar 2016 var Cruz alfarið sparkað fyrir Trump. Trump sagði Cruz vera óhæfan til að gegna emb­ætt­inu sökum þess að hann var fæddur í Kanada og frétta­menn Breit­bart tóku undir af fullri hörku.

Bannon varð klapp­stýra Trump og þegar ljóst var að hinn síð­ar­nefndi yrði fram­bjóð­andi Repúblíkana­flokks­ins um sum­arið 2016 var les­enda­fjöldi Breit­bart um 18 millj­ón­ir. Á þessum tíma gekk Trump allt í hag­inn og hann skor­aði hátt í skoð­ana­könn­un­um. En síð­sum­ars fór fylgi hans að dala, að hluta til vegna fram­boðs­stjóra hans, Paul Mana­fort. Upp komst um grun­sam­leg tengsl hans við Viktor Yanu­kovych fyrrum for­seta Úkra­ínu og Mana­fort sagði skilið við fram­boðið í ágúst. Í stað hans valdi Trump Kellyanne Conway og Steve Bannon til að stýra fram­boð­inu. Margir töldu að hinum reynda Mana­fort, sem hafði unnið að for­seta­fram­boðum í 40 ár, hefði mis­tek­ist að halda aftur af hinum yfir­lýs­ingaglaða Trump. Með ráðn­ingu Bannon var öllum ljóst að gefið yrði í frekar en hitt. Einn af þeim sem fagn­aði ráðn­ingu Bannon hvað ákaf­ast var David Duke fyrrum leið­togi Ku Klux Klan. Alt-right hreyf­ingin og hvítir þjóð­ern­is­sinnar voru nú form­lega orðin hluti af fram­boði Don­ald Trump. Bannon tók sér leyfi frá Breit­bart en vef­ur­inn hélt engu að síður áfram að styðja dyggi­lega við bakið á fram­bjóð­and­an­um.

Skítug­asta kosn­inga­bar­átta sög­unnar

Um haustið 2016 var fátt annað talað en banda­rísku kosn­inga­bar­átt­una. Trump fór upp í könn­unum eftir veik­indi Hill­ary Clinton í sept­em­ber og niður aftur eftir rök­ræður fram­bjóð­end­anna, sem voru þær sóða­leg­ustu í sög­unni, og eftir að mynd­band birt­ist af honum þar sem hann hreykti sér af kyn­ferð­is­áreitni. Nú var ekki hægt að draga úr sor­an­um. Stefna Trump og Bannon var sú að koma dygg­asta stuðn­ings­fólk­inu á kjör­stað og skvetta það mik­illi drullu á and­stæð­ing­inn að sem flestir óháðir sætu heima. Lang­flestir bjugg­ust þó við sigri Clinton eins og nán­ast allar skoð­ana­kann­anir og kosn­inga­spár gáfu til kynna. Úrslitin gætu varla hafa komið meira á óvart. Ljóst var að Trump hafði unnið kjör­manna­kosn­ing­una en að Clinton hefði umtals­vert fleiri atkvæði (ná­lægt 3 millj­ónum eins og síðar kom í ljós). Til að auka á fár­an­leik­ann þá sviku 7 kjör­menn lit og kusu annað fólk sem er það mesta í sög­unni (utan við látna fram­bjóð­end­ur). Síðan 1872 hafa aldrei fleiri en einn kjör­maður svikið lit. Þetta er birt­ing­ar­mynd af því hversu saurug kosninga­bar­áttan var, hversu hataðir fram­bjóð­end­urnir voru og hversu vel plott Trump og Bannon gekk upp. Eftir kosn­ing­arnar var ljóst að Bannon og Conway yrðu verð­launuð fyrir fram­boðs­stýr­ing­una með stöðum í hvíta hús­inu. Bæði munu taka við emb­ættum ráð­gjafa og Bannon sem æðsti ráð­gjafi þann 20. jan­úar næst­kom­andi.“

5 umdeildar til­vitn­anir Steve Bann­on:

Dick Chen­ey. Svarthöfði. Sat­an. Það er vald!

Konur sem ættu að stjórna land­inu ættu að vera fyrir fjöl­skyld­una, ættu að eiga eig­in­menn, ættu að elska börnin sín. Ekki ein­hverjar lessur úr lista­há­skólum í Nýja Englandi.

Ótti er góð­ur. Ótti lætur þig taka málin í eigin hend­ur.

Ég vill ekki að stelp­urnar [dætur hans] fari í skóla með gyð­ing­um. Þeir ala börnin sín upp sem vælandi óþekkt­ar­anga.

Ég er Lenínisti. Lenín vildi eyði­leggja rík­ið, og það er mitt tak­mark einnig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“
Eyjan
Í gær

Vigdís segir Dag færa umræðuna niður á leikskólastig – Vissi ekki hvað umferðarljós væru

Vigdís segir Dag færa umræðuna niður á leikskólastig – Vissi ekki hvað umferðarljós væru
Eyjan
Í gær

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkið reiknar ekki með auknum vinsældum Borgarlínu – „Ekki er útlit fyrir að það gerist á næstu áratugum“

Ríkið reiknar ekki með auknum vinsældum Borgarlínu – „Ekki er útlit fyrir að það gerist á næstu áratugum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga