fbpx
Fimmtudagur 17.október 2019  |
Eyjan

Sauð upp úr í Silfrinu – „Þú sagðir að Ásmundur Friðriksson væri þjófur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. maí 2019 14:09

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hart var tekist á í Silfrinu á RÚV í dag er rætt var um nýfallinn dóm Siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður og þingflokksformaður Pírata, hefði brotið siðareglur Alþingis er hún lét þau orð falla (í hinum sama sjónvarpsþætti, Silfrinu, í fyrra) að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði gerst sekur um fjárdrátt.

Siðanefnd Alþingis er ráðgefandi nefnd fyrir forsætisnefnd Alþingis. Sú fyrrnefnda fellir ekki dóma en það getur forsætisnefnd gert. Snemma á síðasta ári komust akstursgreiðslur til Ásmundar Friðrikssonar, sem námu á tímabili allt að 400.000 krónum á mánuði, í deiglu fréttaflutnings og opinberrar umræðu. Þórhildur Sunna lét þessi orð í þeirri umræðu. Hún hafði ýmislegt við niðurstöðu siðanefndar að athuga í þættinum í dag:

Sagði hún að siðanefnd virtist gefa sér að hún, Þórhildur Sunna, væri að byggja þessi ummæli sín, um rökstuddan grun um fjárdrátt, á einhverjum leynilegum upplýsingum. Hún benti hins vegar á að Ásmundur hefði sjálfur, eftir að hafa fyrst neitað því, viðurkennt að hafa þegið endurgreiðslur á aksturskostnaði fyrir upptökur á þáttum fyrir sjónvarpsstöðina ÍNN. Það hefði verið á grundvelli þeirra upplýsinga sem hún hefði sagt að rökstuddur grunur um að fjárdráttur hefði verið framinn væri uppi.

Páll reiður

„Þetta var ekki beiðni um rannsókn. Þetta var staðhæfing um þjófnað. Þú sagðir að Ásmundur Friðriksson væri þjófur,“ sagði þá Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og skók vísifingur framan í Þórhildi Sunnu. Síðan sagði Páll:

„Ef þessu væri öfugt farið, ef Þórhildur Sunna hefði setið undir sömu ummælum frá Ásmundi Friðrikssyni, til dæmis vegna tíðra utanlandsferða, og siðanefnd hefði talið ummæli Ásmundar siðferðilega ámælisverð, Ásmundur gerði síðan lítið úr þeim úrskurði, þá sæti Þórhildur Sunna hér nánast í andnauð af vandlætingu og krefðist þess að Ásmundur sættist á úrskurð siðanefndar, tæki afleiðingum gerða sinna og bæðist afsökunar.“

„Siðanefnd hefur komist að niðurstöðu. Dómur hennar er skýr,“ sagði Páll.

Þórhildur Sunna ítrekaði að Ásmundur hefði játað að hafa þegið endurgreiðslur frá skrifstofu Alþingis fyrir ferðir sem ekki tengdust starfi hans sem alþingismanns. Það hefði vakið rökstuddan grun um fjárdrátt. Rökstuddur grunur væri ekki það sama og að lýsa því yfir að afbrot hefði átt sér stað.

„Ef þig grunar að hér hafi átt sér stað brot á hegningarlögum, af hverju kærir þú þá ekki til lögreglu?“ spurði Páll þá.

„Góð spurning,“ svaraði Þórhildur en bætti því við að hún sem þingmaður væri um leið löggjafinn og því væri hún ekki heppilegur kærandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“
Eyjan
Í gær

Vigdís segir Dag færa umræðuna niður á leikskólastig – Vissi ekki hvað umferðarljós væru

Vigdís segir Dag færa umræðuna niður á leikskólastig – Vissi ekki hvað umferðarljós væru
Eyjan
Í gær

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkið reiknar ekki með auknum vinsældum Borgarlínu – „Ekki er útlit fyrir að það gerist á næstu áratugum“

Ríkið reiknar ekki með auknum vinsældum Borgarlínu – „Ekki er útlit fyrir að það gerist á næstu áratugum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga