Fimmtudagur 05.desember 2019
Eyjan

Segja eldhúsið hafa gleymst við hönnun Dalskóla – Börnin látin koma með nesti þvert á grunnskólalög

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. maí 2019 15:13

Dalskóli. Mynd-Reykjavíkurborg.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dalskóli hélt kynningarfund fyrir foreldra á þriðjudagskvöld, þar sem tilkynnt var að ekki væri hægt að bjóða upp á hefðbundnar skólamáltíðir, þar sem það hefði gleymst að gera ráð fyrir mötuneyti við hönnun skólans. Mötuneytið verður ekki tilbúið fyrr en eftir áramótin og því þurfi börn að koma með nesti að heiman þangað til:

„Nýverið fórum við á kynningarfund Dalskóla og var sá fundur ætlaður foreldrum barna sem eru að hefja skólagöngu sína. Á fundinum kom m.a. fram að allir nemendur skólans munu daglega þurfa að hafa nesti með sér a.m.k. fram að áramótum 2019/2020 þar sem ekki verður hægt að bjóða upp á skólamáltíðir. Einhverra hluta vegna gleymdist að gera ráð fyrir eldhúsinu í skólanum og það verður því ekki tilbúið fyrr en í fyrsta lagi um áramótin 19/20“

Þetta kemur fram í Facebook hópnum Íbúasamtök Úlfarsársdals, en foreldrar barna í Dalskóla hafa sent bréf til skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, þar sem bent er á að skólinn,/borgaryfirvöld eigi lögum samkvæmt að bjóða nemendum upp á málsverð. Í bréfinu segir að fram hafi komið á kynningunni að Dalskóli búi ekki yfir nægjanlegum mannskap né tækjabúnaði til að taka á móti aðsendum skólamáltíðum.

Afrit af bréfinu var sent á mennta- og menningamálaráðuneytið, Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, Ingu B. Poulsen, umboðsmann borgarbúa, Hildi Jóhannesdóttur, skólastjóri Dalskóla og Kennarasamband Íslands.

Brýtur gegn grunnskólalögum

Í 1. mgr. 23. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 segir:

„Skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinber manneldismarkmið. Sveitarfélögum er heimilt að taka gjald fyrir skólamáltíðir samkvæmt sérstakri gjaldskrá samkvæmt sérstakri gjaldskrá sem þau setja.“

Skylda Reykjavíkurborgar

Í bréfinu frá foreldrunum segir að um afturhvarf til fortíðar sé að ræða og Reykjavíkurborg dregin til ábyrgðar:

„Vel má vera að margir foreldrar þeirra barna sem hefja skólagöngu í haust eða eiga nú þegar börn í skólanum hafi alist upp við að vera nestuð sína eigin grunnskólagöngu og því telji skólayfirvöldum eðlilegast að leysa það vandamál sem virðist upp komið með að leita til fortíðar að því leyti enda eingöngu um tímabundið ástand að ræða. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að tímarnir hafa breyst og löggjafinn hefur séð ástæðu til þess að leggja þær skyldur á sveitarfélög að sjá til þess að nemendum standi til boða málsverður á skólatíma í samræmi við opinber manneldismarkmið. Það er ekki að sjá að löggjafinn hafi talið að nokkur undantekning gæti átt við um þetta og ekki að sjá að löggjafinn hafi talið að nokkur annar en sveitarfélögin bæru ábyrgð á því að þessu ákvæði sé framfylgt enda sérstök heimild fyrir þau að taka gjald fyrir máltíðirnar.“

Minnihlutinn tekur málið upp

Vigdís Hauksdóttir greinir frá því á Facebook að fulltrúar Miðflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins hafi lagt fram eftirfarandi tillögu á borgarráðsfundi:

„Lagt er til að fundin verði viðunandi lausn fyrir skólabyrjun í haust hvað varðar mötuneytismál Dalskóla þar sem mötuneyti skólans verður ekki tilbúið fyrr en 2020 þar sem gleymst hafði að gera ráð fyrir því við hönnun skólans. Það stefnir í að Dalskóli muni ekki geta uppfyllt þær lagalegu kröfur sem gerðar eru til skóla um sbr. einkum 1. mgr. 23. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 þar sem segir að í grunnskóla skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinber manneldismarkmið. Sveitarfélögum er heimilt að taka gjald fyrir skólamáltíðir samkvæmt sérstakri gjaldskrá samkvæmt sérstakri gjaldskrá sem þau setja. Vísað er í erindi sem birt var Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, hinn 16. maí.“

Tillögunni var vísað til umsagnar skóla- og frístundaráðs og umhverfis og samgönguráðs og kemur síðan aftur inn í borgarráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“
Eyjan
Í gær

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“