fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Alark Arkitektar unnu hugmyndasamkeppnina – Svona mun Orkuhússreiturinn líta út

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. maí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ALARK arkitektar urðu hlutskarpastir í hugmyndasamkeppni um framtíðaruppbyggingu á Orkuhússreit. Vinningstillagan gerir ráð fyrir 450 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis að hluta, en Reitir og Reykjavíkurborg stóðu fyrir keppninni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum.

Þrjár arkitektastofur, Alark arkitektar, Trípólí og Yrki arkitektar, voru fengnar til að vinna hugmyndir á grundvelli forsagnar fyrir svæðið. Tillögurnar voru ólíkar og höfðu allar að geyma áhugaverðar hugmyndir sem vert er að skoða nánar í framhaldsvinnu við breytingar á deiliskipulagi.

Vinningstillaga ALARK gerir ráð fyrir fjórum byggingaráföngum þar sem gert er ráð fyrir 450 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis að hluta. Tillagan gerir ráð fyrir 4-9 hæða byggingum sem mynda randbyggð með sólríkum og skjólgóðum inngörðum sem eru að hluta til opnir og tengdir saman með göngu- og hjólastígum þar sem Orkuhúsið fær ákveðinn virðingarsess.

Í umsögn dómnefndar segir að tillagan uppfylli meginmarkmið samkeppninnar vel og skipulagshugmyndin sé bæði skýr og vel fram sett. Jafnframt segir að tillagan bjóði upp á gott heildaryfirbragð fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi í aðlaðandi og eftirsóknarverðu umhverfi.

Nú þegar dómnefnd hefur lagt mat á framlagðar hugmyndir er gert ráð fyrir að eiginleg skipulagsvinna geti hafist og uppbyggingin útfærð nánar og tímasett. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á lóðinni geti hafist innan tveggja ára frá því að breyting á deiliskipulagi hefur verið samþykkt.

Sjá má tölvugerða mynd af fyrirhuguðu svæði hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus